BREYTA

Dagur án ofbeldis – 2. október

heimsganga sm logo Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis er alþjóðlegt verkefni sem beinist að því að vekja okkur til vitundar um þörfina á því að efla frið og minnka ofbeldi í heiminum. Hin táknræna ganga hefst í Wellington, Nýja Sjálandi 2. október næstkomandi og lýkur 2. janúar 2010 í Punta de Vacas í Andesfjöllum við landamæri Argentínu og Chile. Auk þessarar göngu eru margskonar uppákomur og atburðir víðsvegar um heim sem hófust þegar á síðasta ári. Sjá www.heimsganga.is og www.theworldmarch.org. Heimsgangan mun í samvinnu við fjölda samtaka standa fyrir friðargjörningi á Miklatúni 2. október n.k kl 20 til að halda hátíðlegan „Dag án ofbeldis“ sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað þessu málefni. Þennan sama dag, sem jafnframt er fæðingardagur Gandhis, leggur Heimsgangan af stað frá borginni Wellington á Nýja Sjálandi. Fri  armerki 6    g  st B  dapest 2 01 Gjörningurinn felst í því að fjöldi fólks mun stilla sér upp með blys í hendi til að mynda stórt mannlegt friðarmerki (sjá meðfylgjandi mynd frá Búdapest þar sem slíkt merki var myndað þann 6. ágúst s.l. til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki). Hugmyndin um mannlegt friðarmerki byggist á því að fá samtök og einstaklinga til þess að tryggja ákveðinn fjölda þátttakenda. Seldir eru fyrirfram miðar eða ávísun á blys á kr. 300 og fá þátttakendur blysin afhent á staðnum gegn framvísun á miðanum. Þegar eru nokkur samtök með í áforminu, þar á meðal Samtök hernðaraandstæðinga, sem hvetja félaga sína og aðra till að mæta. Sjá nánar: Mannlegt friðarmerki - vefsíða Mannlegt friðarmerki - facebook Europe for Peace - vefsíða International Day of Non-Violence - á vef SÞ

Færslur

SHA_forsida_top

Blóðugt ár í Írak

Blóðugt ár í Írak

Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. …

SHA_forsida_top

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

Höfundur ljósmynda: Óli Gneisti Sóleyjarson This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial …

SHA_forsida_top

Óli Gneisti

Óli Gneisti

SHA_forsida_top

Ljósmyndir

Ljósmyndir

SHA_forsida_top

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu árið 1980 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) og ýmsar …

SHA_forsida_top

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. …

SHA_forsida_top

Shortcode Generator

Shortcode Generator

Nectar Shortcodes Come In a Visually Intuitive Generator This allows you to create …

SHA_forsida_top

Intuitive Options Panel

Intuitive Options Panel

The Control You Desire, All Available At Your Fingertips Experience our user …

SHA_forsida_top

HD Video Series

HD Video Series

Videos Get Posted For Every Major Release Stop feeling overwhelmed by long text …

SHA_forsida_top

Ályktun frá landsfundi

Ályktun frá landsfundi

Landsfundur SHA var haldinn um liðna helgi. Lögum félagsins var breytt á fundinum og verða …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í SHA. Meðal …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember …