BREYTA

Dagur án ofbeldis – 2. október

heimsganga sm logo Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis er alþjóðlegt verkefni sem beinist að því að vekja okkur til vitundar um þörfina á því að efla frið og minnka ofbeldi í heiminum. Hin táknræna ganga hefst í Wellington, Nýja Sjálandi 2. október næstkomandi og lýkur 2. janúar 2010 í Punta de Vacas í Andesfjöllum við landamæri Argentínu og Chile. Auk þessarar göngu eru margskonar uppákomur og atburðir víðsvegar um heim sem hófust þegar á síðasta ári. Sjá www.heimsganga.is og www.theworldmarch.org. Heimsgangan mun í samvinnu við fjölda samtaka standa fyrir friðargjörningi á Miklatúni 2. október n.k kl 20 til að halda hátíðlegan „Dag án ofbeldis“ sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað þessu málefni. Þennan sama dag, sem jafnframt er fæðingardagur Gandhis, leggur Heimsgangan af stað frá borginni Wellington á Nýja Sjálandi. Fri  armerki 6    g  st B  dapest 2 01 Gjörningurinn felst í því að fjöldi fólks mun stilla sér upp með blys í hendi til að mynda stórt mannlegt friðarmerki (sjá meðfylgjandi mynd frá Búdapest þar sem slíkt merki var myndað þann 6. ágúst s.l. til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki). Hugmyndin um mannlegt friðarmerki byggist á því að fá samtök og einstaklinga til þess að tryggja ákveðinn fjölda þátttakenda. Seldir eru fyrirfram miðar eða ávísun á blys á kr. 300 og fá þátttakendur blysin afhent á staðnum gegn framvísun á miðanum. Þegar eru nokkur samtök með í áforminu, þar á meðal Samtök hernðaraandstæðinga, sem hvetja félaga sína og aðra till að mæta. Sjá nánar: Mannlegt friðarmerki - vefsíða Mannlegt friðarmerki - facebook Europe for Peace - vefsíða International Day of Non-Violence - á vef SÞ

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …