BREYTA

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Laibach Í tilefni af hljómleikum hinna ódauðlegu LAIBACH á Nasa 22. mars, verður sýnd glæný heimildamynd um hljómsveitina á Grand Rokk á fimmtudagskvöldið kemur, 16. mars. DIVIDED STATES OF AMERICA Myndin heitir ,,Divided States of America” – Hin sundruðu ríki Ameríku - og fylgir Laibach á ferð um 15 borgir í Bandaríkjunum fyrir tveimur arum. Stór hluti myndarinnar fer raunar í að sundurgreina bandarískt samfélag, hugsunarhátt, hernaðarhyggju, atburðina 11. september o. fl. Þar er fjöldi viðtala við bandaríska aðdáendur hljómsveitarinnarsem eyða drjúgum hluta myndarinnar í að skilgreina sitt eigið samfélag, kosti þess og galla.Í myndinn kemur skýrt fram að Laibach telja sig greina í Bandaríkjunum dagsins í dagsterkar tilhneigingar til alræðis. Hljómsveitin og leikstjórinn sjá mörg teikn um daður við lögregluríki í okkar vestræna fyrirmyndarþjóðfélagi. Í myndinni eru harkalegar yfirlýsingar Laibach um Rómarveldi nútímans - hina gjörsamlega ábyrgðarlausu untanríkisstefnu Bandaríkjanna í dag og nýju íhaldsmannanna þar, sem virðast á góðri leið með að leggja heiminn undir sig án þess að nokkur þjóðríki eða alþjóðastofnanir fái rönd við reist.Laibach þekkja tilhneigingar stjórnvalda til ofríkis og daður við lögreglueftirlit vegna þess að hljómsveitin hefur verið bönnuð oftar en nokkur önnur. Ljóðskáldið Peter Mlakar, sem gjarnan fylgir Laibach á hljómleikum, heldur þrumandi ræðu í myndinni, þar sem hann segir m. a. : ,,Því hærra sem turnarnir rísa, því lægra sekkur siðferðið.” upplýsingar: http://traffik.is/laibach

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur verða að venju haldnar á Þorláksmessu á þremur stöðum á landinu. Athugið að tímasetningar …

SHA_forsida_top

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Nærri 75 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru notaðar í hernaði. Upp …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður

Fullveldisfögnuður

Nú er komið að árvissum fullveldisfögnuði og jólahlaðborði SHA. Hann varður haldinn föstudaginn 29. nóvember …

SHA_forsida_top

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson sagnfræðingur lést í Reykjavík á dögunum, rétt rúmlega áttræður að aldri. Hann var …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi fös. 25. okt. Kokkurinn er að þessu sinni fyrrum …

SHA_forsida_top

Septembermálsverður

Septembermálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA haustið 2019 verður haldinn föstudaginn 27. september í Friðarhúsi. Daníel E. Arnarsson …

SHA_forsida_top

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni …

SHA_forsida_top

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands eins og rækilega hefur komið fram …

SHA_forsida_top

Um samtökin

Um samtökin

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á …

SHA_forsida_top

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga gagnrýnirharðlega aukna ásælni Bandaríkjastjórnar í umsvif …

SHA_forsida_top

Maímálsverður í Friðarhúsi

Maímálsverður í Friðarhúsi

Síðasti málsverður Samtaka hernaðarandstæðinga á þessu vormisseri verður haldinn í Friðarhúsi á föstudag, 31. maí. …

SHA_forsida_top

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Hjálmtýr Heiðdal er höfundur nýútkominnar bókar, Íslandsstræti í Jerúsalem. Hann heldur fyrirlestur fyrir SHA um …

SHA_forsida_top

Hundraðasti málsverðurinn!

Hundraðasti málsverðurinn!

Það verða að vanda kræsingar á borðum í fjáröflunarmálsverði SHA í Friðarhúsi föstudagkvöldið 26. apríl …

SHA_forsida_top

Ísland úr NATO

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að …