BREYTA

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Nú í kvöld, 12. mars, var lögð fram ákæra á hendur dr. Michael Rubin frá Bandaríkjunum, en til stendur að hann haldi fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands í Odda kl. 12:15 mánudaginn 13. mars. Dr. Rubin er kærður fyrir að undirbúa ólöglegt og saknæmt árásarstríð á hendur Írak árið 2003. Kærandi er Elías Davíðsson ásamt fleirum. Reykjavík 12. mars 2006 Til Lögreglustjórans í Reykjavík Frá undirrituðum Ákæra Við undirrituð/aðir leggjum hér með fram ákæru á hendur dr. Michael Rubin, bandarískum ríkisborgara, sem dvelur um þessar mundir hér á landi, vegna rökstudds gruns um aðild hans að samsæri um að undirbúa ólöglegt og saknæmt árásarstríð gegn Írak árið 2003. Við ætlumst til þess að hinn ákærði verði handtekinn og yfirheyrður um meinta aðild hans að þessu saknæma athæfi. Komi í ljós að hann hafi tekið þátt í þeim verknaði að undirbúa árásarstríð gegn Írak, förum við fram á, að hann verði lögsóttur hér á landi á grundvelli meginreglna alþjóðaréttar um saknæmi árásarstríðs. Meintur verknaður hins ákærða í undirbúningi árásarstríðs Árið 2002 stofnaði Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sérstaka deild, Office for Special Plans (héreftir nefnd OSP), í varnarráðuneytinu í Washington. Hefðbundin leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafði þá ekki treyst sér til að sanna tilvist gereyðingarvopna í Írak. Pólítiskt markmið Paul Wolfowitz og yfirmanns hans, Donalds Rumsfeld, hafi lengi verið að undirbúa árásarstríð gegn Írak og skipta þar um stjórnvöld. Til þess að sniðganga CIA gripu þeir til þess ráðs að stofna eigin upplýsingaþjónustu, Office for Special Plans, sem yrði mönnuð skoðanabræðrum þeirra og sem tækju þátt í matreiðslu sönnunargagna um gereyðingarvopn Íraka. Meðal meintra verkefna deildarinnar var auk þess að undirbúa stoðir alþjóða bandalags „hinna viljugu og staðföstu“, samræma skipanir um herflutninga, semja reglur um meðferð stríðsfanga og gera áætlanir um skipan írasks olíuiðnaðar að stríðinu loknu. Deildin (OSP) var fámenn. Í henni störfuðu upphaflega 4 menn en þeim var síðar fjölgað í 10-16 fasta starfsmenn auk margra lausráðinna „ráðgjafa“. Hinn ákærði, Michael Rubin, vann í OSP, skv. eigin ferilsskrá, árin 2002-2004, þ.e. meðan verið var að undirbúa árásarstríð gegn Írak . Hann var því starfsmaður þeirrar deildar sem hafði það markmið að undirbúa árásarstríð gegn Írak. Það er því prima facie ástæða til að ætla að hinn ákærði hafi tekið þátt í undirbúningi árásarstríðs, en undirbúningur árásarstríðs telst saknæmur verknaður samkvæmt þjóðarétti. Kröfur ákærenda Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur auglýst að á vegum hennar hyggist hinn ákærði halda fyrirlestur í húsakynnum HÍ, Odda, stofu 101, mánudag 13. mars 2006, kl. 12:15. Þar sem hinn ákærði hefur að öllum líkindum tekið þátt í saknæmum verknaði með meintri aðild að undirbúningi árásarstríðs, förum við undirrituð/aðir þess á leit að hinn ákærði verði handtekinn og yfirheyrður um meinta aðild hans að undirbúningi árásarstríðs gegn Írak. Verði sannað að hinn ákærði hafi tekið þátt í slíkum undirbúningi, förum við undirritaðir auk þess fram á að réttað verði yfir hinum ákærða í ljósi meginreglna alþjóðaréttar um saknæmi árásarstríðs. Lagalegar heimildir Ein meginregla þjóðaréttar er bann við árásarstríði. Slíkt bann var þegar við lýði fyrir upphaf annarrar heimsstyrjaldar. Árásarstríð var þegar talið saknæmt í byrjun 20. aldar. Við réttarhöldin í Nürnberg árið 1945 voru nokkrir leiðtogar nasista dæmdir til dauða vegna aðildar að glæpum gegn friði (árásarstríði). Samkvæmt grein 6(a) Nürnbergsáttmálans telst „glæpur gegn friði“ það að „gera áætlanir, undirbúa, hefja eða heyja árásarstríð eða stríð sem brýtur í bága við alþjóðlega samninga, sáttmála eða samkomulaga, eða aðild að sameiginlegri áætlun eða samsæri um að framkvæma eitthvað af því sem fyrr greinir“. Meginreglur þjóðaréttar sem sáttmáli Nürnbergdómstólsins byggði á, voru staðfestar með einróma ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 95(1) frá 11. desember 1946. Frá þeim tíma hefur verið litið á þessar meginreglur sem hluta alþjóðlegs venjuréttar (international customary law) um ábyrgð einstaklinga sem taka þátt í glæpum gegn friði, glæpum gegn mannkyninu og stríðsglæpum. Í meginreglu 1 segir: „Sérhver einstaklingur sem fremur athöfn sem felur í sér glæp samkvæmt þjóðarétti ber refsiábyrgð á gerðum sínum“. Í meginreglu 2 segir: „Þótt einhver athöfn teljist ekki refsiverð samkvæmt landslögum, ber einstaklingur refsiábyrgð vegna athafnarinnar, ef hún telst glæpur samkvæmt þjóðarétti“. Í meginreglu 3 segir: „Sú staðreynd að einstaklingur sem sekur er um alþjóðlegan glæp hafi verið þjóðarleiðtogi eða opinber embættismaður ríkisins þegar hann framdi glæpinn, dregur ekki úr ábyrgð hans samkvæmt þjóðarétti“. Í meginreglu 4 segir: „Sú staðreynd að einstaklingur hafi framið alþjóðlegan glæp samkvæmt skipun að ofan, dregur ekki úr ábyrgð hans samkvæmt þjóðarétti ef hann átti siðferðislegan valkost “. Í meginreglu 7 segir: „Samsekt (complicity) við framkvæmd alþjóða glæps sbr. meginreglu 6 telst einnig alþjóðlegur glæpur“. Árásarstríð („aggression“) er skilgreint sem glæpur („crime“) í sáttmála Alþjóða sakadómstólsins (International Criminal Court). Ísland er aðili að þessum dómstól. Skilgreining á „árásarstríði“ finnst í viðhengi við ályktun 3314 (XXIX) Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 14. desember 1974, en Ísland studdi þessa ályktun. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru skuldbundin að virða sáttmála Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt honum er ríkjum óheimilt að beita valdi gegn öðrum ríkjum nema í brýnni sjálfsvörn (51. grein sáttmálans) eða samkvæmt skýrri heimild Öryggisráðsins (42. grein sáttmálans). Þess ber að geta að flestir alþjóðaglæpir eru unnir við stríðsátök. Þeir sem hefja árásarstríð gera öðrum því kleift að fremja stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Þess vegna hefur árásarstríð verið lýst sem æðsta alþjóðaglæp, að þjóðarmorði undanskildu. Réttur íslenskra lögregluyfirvalda til að handtaka og lögsækja menn vegna árásarstríðs 1. Ísland hefur stutt ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um gildi meginreglna Nürnbergsáttmálans sem að ofan getur, m.a. um saknæmi árásarstríðs. 2. Ísland hefur stutt ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem skilgreinir árásarstríð og getið er hér að ofan. 3. Ísland er aðili að sáttmála alþjóða sakadómstólsins, ICC, en í þessum sáttmála er árásarstríði lýst sem alþjóðlegum glæp. 4. Ísland er aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem leggur þær skyldur á herðar ríkjum að vinna með friðsamlegum hætti að lausn alþjóðamála og bannar árásarstríð. Eðli alþjóðlegra glæpa er að í þeim felst tilræði við allar þjóðir, þ.e. við friðsamlega alþjóðaskipan. Af þeim sökum teljast alþjóðaglæpir dómtækir hvar sem til sakborninga næst. Það fellur því í hlut hvers ríkis að tryggja að slíkir glæpir verði ekki framdir og að þeir sem stunda slíka glæpi verði lögsóttir þar sem til þeirra næst. Ríki heims hafa því alþjóðlega lögsögu (universal jurisdiction) yfir slíkum brotamönnum, sem er liður í alþjóðlegu samstarfi. Ekkert í íslenskum lögum kemur í veg fyrir lögsókn á grundvelli alþjóðlegrar lögsögu. Almenn hegningarlög leggja jafnframt bann við því að hvetja til refsiverðra verka, þ.m.t. til árásarstríðs. Samkvæmt meginreglum Princeton átaksins um alþjóðlega lögsögu , gildir alþjóðleg lögsaga (universal jurisdiction) yfir þeim einstaklingum sem taka þátt í helstu alþjóðaglæpum, þ.m.t. í glæpum gegn friði (árásarstríði). Samkvæmt meginreglu nr. 3 mega dómsyfirvöld einstakra ríkja grundvalla lögreglu- og dómsaðgerðir sínar gagnvart aðilum að árásarstríði á alþjóða lögsögu, þótt engin sérstök innlend löggjöf hafi gert ráð fyrir því. Íslensk dómsyfirvöld hafa því rétt til að handtaka, yfirheyra, rannsaka og lögsækja einstaklinga á grundvelli alþjóðlegrar lögsögu þegar um aðild að árásarstríði er að ræða. Eftirfarandi lagastofnanir standa að átaki Princeton háskólans um alþjóðlega lögsögu: Program in Law and Public Affairs og Woodrow Wilson School of Public and International Affairs, Princeton University; International Commission of Jurists; American Association for the International Commission of Jurists; Netherlands Institute of Human Rights; Urban Morgan Institute for Human Rights. Yfirmaður átaksins um hnattræna lögsögu, próf. Cherif Bassiouni, er einn virtustu sérfræðinga í alþjóða sakarétti, og fyrrverandi yfirmaður undirbúningsnefndar fyrir alþjóða sakadómstólinn. Heimildir Um stofnun og hlutverk Office for Special Plans The Guardian 17 July 2003 The Telegraph 11 July 2004 Inter Press Services, 7 August 2003 The American Conservative, 1 December 2003 The New Yorker, 12 May 2003 Nánar um leynilegt eðli deildarinnar og hlutdeild hennar í undirbúningi stríðsins er að finna í ítarlegri rannsókn um OSP sem birt er á http://www.cooperativeresearch.org/timeline.jsp? Sjá: Kenneth Timmerman, Insight on the News, 8 December 2003 International Relations Center, Right Web Michael Rubin, Web of Conspiracies, 18 May 2004 „(...) I worked in the Office of Special Plans (OSP), charged with some aspects of the Iraq portfolio. My job was that of any desk officer: Writing talking points for my superiors, analyzing reports, burying myself in details, and drafting replies to frequent letters from Congressmen John Dingell and Dennis Kucinich. I was a participant or a fly-on-the-wall at many postwar planning meetings and accompanying video teleconferences.” Undirrituð/aðir:

Færslur

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Á miðvikudagskvöldum verða uppákomur í Friðarhúsi í allan vetur. Miðvikudagskvöldið 11. janúar verður almennur félagsfundur …

SHA_forsida_top

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum …

SHA_forsida_top

Tvær ferðasögur

Tvær ferðasögur

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 17 efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til opins félagsfundar í …

SHA_forsida_top

Opinn fundur MFÍK

Opinn fundur MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna funda í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll miðvikudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

Samningurinn um að hefta útbreiðslu kjarnavopna eða á ensku Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear …

SHA_forsida_top

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Ritsjórn Friðarvefsins óskar lesendum gleðilegs og friðsæls nýs árs. Frá því að Friðarvefurinn var endurskoðaður …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

20.5.2005 Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Séra Bjarni Karlsson flutti ávarp í lok friðargöngu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu. Ávarpið birtist hér …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi er opin milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu …

SHA_forsida_top

Mannréttindabrot - fangaflug

Mannréttindabrot - fangaflug

Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem …

SHA_forsida_top

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Hin árvissa friðarganga Samstarfshóps friðarhreyfinga leggur af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og …