BREYTA

Draumur herforingjanna

300px November 1951 nuclear test at Nevada Test SiteStun ber á góma, að það hafi þrátt fyrir allt verið tiltölulega öruggur tími. Rökin fyrir þessari skringilegu skoðun eru þau að tildum ber á því viðhorfi í opinberri umræðu þegar kalda stríðiðvist tveggja öflugra risavelda með ógnarstór kjarnorkuvopnabúr hafi í raun komið í veg fyrir hættuna á kjarnorkustríði, enda hafi leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna verið skynsamir menn. Sitthvað er við þessa söguskoðun að athuga. Í fyrsta lagi lítur hún fram hjá því að kalda stríðið kostaði milljónir mannslífa. Þótt herir risaveldanna hafi ekki ekki mæst á vígvellinum börðust Bandaríkin og Sovétríkin margoft með óbeinum hætti, þar sem hvor aðili dældi vopnum og peningum í “sína menn” í fánýtum styrjöldum í þriðja heiminum. Þeir sem aðhyllast hugmyndina um að tryggja megi frið með ógnarjafnvægi þurfa sömuleiðis að skýra hvers vegna hún eigi ekki við í dag í útvíkkaðri mynd? Ef kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna og Sovétríkjanna komu í veg fyrir heimsstyrjöld – hvers vegna ættum við þá amast við því að kjarnorkuveldum heimsins fjölgi? Ættu Miðausturlönd þá ekki verða tryggari ef lönd á borð við Íran, Sýrland og Sádi-Arabíu eignuðust kjarnorkuvopn til viðbótar við kjarnorkuveldið Ísrael? Líklega myndu fæstir taka slíkri framtíðarsýn fagnandi. Meginröksemdin gegn þeirri glansmynd sem dregin hefur verið upp af “öryggi” ógnarjafnvægisins er sú staðreynd að það voru ekki stjórnmálamenn eða herforingjar sem stóðu á bremsunni, heldur almenningur og friðarhreyfingin. Það var alla tíð draumur herforingjanna, beggja vegna járntjaldsins, að beita kjarnorkuvopnum í átökum og nú um stundir er unnið að meira kappi en nokkru sinni fyrr að þróun slíkra vopna. Það voru ekki ráðamenn í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum sem vöktu heimsbyggðina til vitundar um þá hættu sem stafaði af kjarnorkuvopnum. Þvert á móti kappkostuðu þeir að sannfæra sjálfa sig og aðra um hversu háskalaus kjarnorkutæknin væri – eða yrði í það minnsta í náinni framtíð. Þannig stóð Bandaríkjaher í mörg ár fyrir því að ritskoða allar fregnir af hinum raunverulegu afleiðingum kjarnorkuárásanna á Japan, til að geta viðhaldið þeirri ímynd að kjarnorkusprengjur væru í raun ósköp venjulegar sprengjur – bara stærri. Lítil frétt í Morgunblaðinu 16. mars 1955 varpar góðu ljósi á hugarfar bandarískra ráðamanna á tímum kalda stríðsins. Greinin ber yfirskriftina Kjarnorkusprengjur án geislavirkni og þar segir: DullesJohn Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna skýrði fréttamönnum frá því í dag, að við atómsprengingar í eyðimörkunum í Nevada að undanförnu, hefðu verið gerðar tilraunir með atómsprengjur af nýrri tegund, sem stafa ekki frá sér neinu geislavirku ryki. Þetta táknar, að sprengjur þessar eru ekki eins hættulegar fyrir almenna borgara eins og þær sprengjur, sem tiltækilegar hafa verið fram að þessu. Þessum nýju atómsprengjum, sem eru án geislavirkra áhrifa mætti beina að hernaðarlega mikilvægum stöðum og eyðileggja hervirki andstæðinga án þess að valda tjóni á líkama og heilsu almennra borgara í tiltölulega lítilli fjarlægð. Sú fráleita hugmynd valdsmannsins að unnt væri að smíða kjarnorkusprengjur án geislunar, skýrist ekki af takmarkaðri vísindaþekkingu þessa tíma. Eðlisfræðingar og friðarsinnar gerðu sér fulla grein fyrir veruleika málsins og þreyttust ekki við að berjast gegn helstefnu ráðamanna. Það var einungis fyrir sleitulausa baráttu afvopnunarsinna að bandarísk stjórnvöld féllust á að hætta að stunda kjarnorkutilraunir í andrúmsloftinu. Fram að því hafði herinn meira að segja staðið fyrir sætaferðum frá Las Vegas út í Nevadaeyðimörkina svo spenntir ferðamenn kæmust sem næst sveppaskýinu. Allt kalda stríðið kom það í hlut friðarsinna að vera rödd skynseminnar og afstýra draumi herforingjanna um beitingu kjarnorkuvopna. Sú er ennþá raunin. bunkerÍ árásum Bandaríkjamanna á Júgóslavíu, Afganistan og Írak, sem og í hernaði Rússa í Téténíu, hefur geislavirkum sprengjum og skotfærum verið beitt. Leiðtogar þessara stórvelda þræta fyrir að slíkum vopnum fylgi nokkur akaði umfram hefðbundnar sprengjur og fallstykki. Á sama tíma keppast tæknimenn stærstu herja við að þróa “hagnýtar kjarnorkusprengjur” sem beita má í hernaði. Draumar herforingjanna eru enn hinir sömu og sjálfsblekkingin er engu minni nú en árið 1955 og niðurlagsorð fréttarinnar minna á nöturlegan hátt á áætlanir ráðamanna í Bandaríkjunum og öðrum forysturíkjum kjarnorkubandalagsins NATO í dag: Dulles sagði blaðamönnum, að ef víðtæk styrjöld hæfist í heiminum, yrði atómsprengjum tvímælalaust beitt. Sumar nýrri tegundir atómsprengna væru aðeins lítið eitt öflugri en stórar fallbyssukúlur af venjulegri gerð. Þessar sprengjur hafa verið reyndar ýtarlega í tilraunum í Nevada eyðimörkinni. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Að finna Mefistófeles

Að finna Mefistófeles

Ármann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. …

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin milli kl. 11 og 15. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Það er gleðiefni fyrir friðarsinna að nú skuli loksins vera fáanleg á ný skáldsagan Blómin …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Þorláksmessuganga undirbúin

Þorláksmessuganga undirbúin

Samstarfshópur friðarhreyfinga mun að venju standa fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Aðgerð þessi er …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga heldur undirbúningsfund vegna friðargöngu á Þorláksmessu 2005 í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 20 …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Það er markmið margra í lífinu að skrá hitt og þetta á spjöld sögunnar. Á …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Herstöðvaandstæðingar taka til í skiltageymslunni, mála ný kröfuspjöld en endurnýja önnur. Hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Það er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um …

SHA_forsida_top

Spurningakeppni friðarsinnans

Spurningakeppni friðarsinnans

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og …