BREYTA

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á stöðu Íslands gagnvart NATO. Eins og Vigfús Geirdal hefur rakið í grein sem má finna annars staðar hér á Friðarvefnum („Hugleiðing um sérstöðu Íslands í Nato og 5. grein Atlantshafssáttmálans“) hafði Ísland í upphafi sérstöðu meðal aðildarríkja NATO sem endurspeglast í orðum Bjarna Benediktssonar þáverandi utanríkisráðherra Íslands í ávarpi sem hann flutti við undirritun Atlatnshafssáttmálans í Washington 4. apríl 1949: „Ísland hefir aldrei farið með hernað gegn nokkru landi, og sem vopnlaust land hvorki getum við nje munum segja nokkurri þjóð stríð á hendur, svo sem við lýstum yfir, er við gerðumst ein af sameinuðu þjóðunum.“ „Nánast eina skuldbinding Íslendinga við Nató“ segir Vigfús í þessari grein „er að leggja til land (sér að kostnaðarlausu) undir hernaðaraðstöðu með svipuðum hætti og gert var í seinni heimstyrjöld“ og „og það mundi algerlega á valdi Íslands sjálfs hvenær sú aðstaða yrði látin í té.“ Árið 1951 gerði íslenska ríksstjórnin samning við Bandaríkin um herstöðvar hér landi. Þær herstöðvar hafa nú verið lagðar niður án þess þó að herstöðvasamningnum hafi verið sagt upp. Ísland lagði sem sagt til land undir hernaðaraðstöðu en að öðru leyti voru Íslendingar nánast óvirkir í hernaðarstarfsemi NATO þar til 1984 að fulltrúi var skipaður í hermálanefnd NATO. Síðan átti Ísland aðild að ákvörðun um hernað NATO í Bosníu 1994 til 1995 og innrásina í Júgóslavíu 1999. Jafnframt hefur Ísland lagt til mannskap í hersveitir NATO í Bosníu, Kósovó, Afganistan og Írak undir yfirskini friðargæslu. Nú er bandaríski herinn farinn án þess þó að herstöðvasamningnum hafi verið sagt upp. Hvenær verður að gert? En burtséð frá því, þá stöndum við enn á tímamótum: ætla Íslendingar nú að fara að reka hernaðarmaskínu? Hvað með íslenska ratsjárkerfið sem verður samkvæmt ákvörðun Norður-Atlantshafsráðsins sl. fimmtudag tengt við sameiginlegt loftvarnarkerfi NATO, NATINADS (NATO's Integrated Air Defence)? Á íslenska ratsjárkerfið að verða í framtíðinni hernaðarlegt loftvarnarkerfi? Verður Ísland nú enn virkari þátttakandi í hernaðarstarfi NATO með þessari áætlun sem nú hefur verið ákveðin – eða að hvaða leyti breytist aðkoma Íslands nú að NATO? Erum við nú komin með aðra aðkomu að NATO? Þarf ekki að ræða það? Er yfirleitt þörf á þessu eftirliti sem ákveðið var sl. fimmtudag? Væri kannski nær að leggja áherslu á eitthvað annað, setja peningana í landhelgisgæsluna og björgunarsveitir - er ekki óblíð náttúran meiri ógn við okkur en ímynduð árás utan að? Er besta vörnin kannski í því fólgin að vera utan við þessa hernaðarmaskínu og óháð þeim heimsvaldahagsmunum sem að baki henni liggja? Er ekki bara löngu tímabært að segja skilið við NATO, þetta hernaðarbandalag sem hefur orðið æ árásargjarnara og uppivöðslusamara allar götur frá því kalda stríðinu lauk og hlutverki þess, hversu sáttur sem maður var við það, hefði átt að vera lokið? Hvað sem öllu þessu líður, þá hefði í það minnsta verið eðlilegt að ræða þessi mál ítarlega á víðtækum og þverpólitískum vettvangi, svo sem þeim samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál sem boðaður var í stjórnarsáttmálanum, áður en við fengum þær fréttir nú um helgina að Norður-Atlantshafsráðið hefði samþykkt áætlun um reglubundið eftirlit með lofthelgi Íslands. Þetta er nefnilega meira en bara tæknileg ákvörðun. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktun um brottför hersins

Ályktun um brottför hersins

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að …

SHA_forsida_top

Íslendingar hafni pyntingum

Íslendingar hafni pyntingum

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn stríðsæsingum

Ályktun gegn stríðsæsingum

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga var kjörin á landsráðstefnu hinn 5. nóvember 2005. Hana skipa: Aðalmenn: Bergljót …

SHA_forsida_top

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Sagan

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki …

SHA_forsida_top

Lög SHA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum …

SHA_forsida_top

Um SHA

Um SHA

Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu …

SHA_forsida_top

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari er nafnið á tímariti og fréttabréfi Samtaka hernaðarandstæðinga. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur SHA

Opinn miðnefndarfundur SHA

Friðarsinnar eru nú farnir að geta gengið að því vísu að haldnir séu fundir í …