BREYTA

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á stöðu Íslands gagnvart NATO. Eins og Vigfús Geirdal hefur rakið í grein sem má finna annars staðar hér á Friðarvefnum („Hugleiðing um sérstöðu Íslands í Nato og 5. grein Atlantshafssáttmálans“) hafði Ísland í upphafi sérstöðu meðal aðildarríkja NATO sem endurspeglast í orðum Bjarna Benediktssonar þáverandi utanríkisráðherra Íslands í ávarpi sem hann flutti við undirritun Atlatnshafssáttmálans í Washington 4. apríl 1949: „Ísland hefir aldrei farið með hernað gegn nokkru landi, og sem vopnlaust land hvorki getum við nje munum segja nokkurri þjóð stríð á hendur, svo sem við lýstum yfir, er við gerðumst ein af sameinuðu þjóðunum.“ „Nánast eina skuldbinding Íslendinga við Nató“ segir Vigfús í þessari grein „er að leggja til land (sér að kostnaðarlausu) undir hernaðaraðstöðu með svipuðum hætti og gert var í seinni heimstyrjöld“ og „og það mundi algerlega á valdi Íslands sjálfs hvenær sú aðstaða yrði látin í té.“ Árið 1951 gerði íslenska ríksstjórnin samning við Bandaríkin um herstöðvar hér landi. Þær herstöðvar hafa nú verið lagðar niður án þess þó að herstöðvasamningnum hafi verið sagt upp. Ísland lagði sem sagt til land undir hernaðaraðstöðu en að öðru leyti voru Íslendingar nánast óvirkir í hernaðarstarfsemi NATO þar til 1984 að fulltrúi var skipaður í hermálanefnd NATO. Síðan átti Ísland aðild að ákvörðun um hernað NATO í Bosníu 1994 til 1995 og innrásina í Júgóslavíu 1999. Jafnframt hefur Ísland lagt til mannskap í hersveitir NATO í Bosníu, Kósovó, Afganistan og Írak undir yfirskini friðargæslu. Nú er bandaríski herinn farinn án þess þó að herstöðvasamningnum hafi verið sagt upp. Hvenær verður að gert? En burtséð frá því, þá stöndum við enn á tímamótum: ætla Íslendingar nú að fara að reka hernaðarmaskínu? Hvað með íslenska ratsjárkerfið sem verður samkvæmt ákvörðun Norður-Atlantshafsráðsins sl. fimmtudag tengt við sameiginlegt loftvarnarkerfi NATO, NATINADS (NATO's Integrated Air Defence)? Á íslenska ratsjárkerfið að verða í framtíðinni hernaðarlegt loftvarnarkerfi? Verður Ísland nú enn virkari þátttakandi í hernaðarstarfi NATO með þessari áætlun sem nú hefur verið ákveðin – eða að hvaða leyti breytist aðkoma Íslands nú að NATO? Erum við nú komin með aðra aðkomu að NATO? Þarf ekki að ræða það? Er yfirleitt þörf á þessu eftirliti sem ákveðið var sl. fimmtudag? Væri kannski nær að leggja áherslu á eitthvað annað, setja peningana í landhelgisgæsluna og björgunarsveitir - er ekki óblíð náttúran meiri ógn við okkur en ímynduð árás utan að? Er besta vörnin kannski í því fólgin að vera utan við þessa hernaðarmaskínu og óháð þeim heimsvaldahagsmunum sem að baki henni liggja? Er ekki bara löngu tímabært að segja skilið við NATO, þetta hernaðarbandalag sem hefur orðið æ árásargjarnara og uppivöðslusamara allar götur frá því kalda stríðinu lauk og hlutverki þess, hversu sáttur sem maður var við það, hefði átt að vera lokið? Hvað sem öllu þessu líður, þá hefði í það minnsta verið eðlilegt að ræða þessi mál ítarlega á víðtækum og þverpólitískum vettvangi, svo sem þeim samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál sem boðaður var í stjórnarsáttmálanum, áður en við fengum þær fréttir nú um helgina að Norður-Atlantshafsráðið hefði samþykkt áætlun um reglubundið eftirlit með lofthelgi Íslands. Þetta er nefnilega meira en bara tæknileg ákvörðun. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

List, sannleikur og stjórnmál

List, sannleikur og stjórnmál

Ræða Harolds Pinters við móttöku Bókmenntaverðlauna Nóbels 2005 í Tímariti Máls og menningar …

SHA_forsida_top

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Föstudaginn 24. febrúar verður Safnanótt haldin í miðborg Reykjavíkur í tengslum við Vetrarhátíð borgarinnar. Boðið …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Systa eldar …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Hafin er undirskriftasöfnun og barátta gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran. Í því skyni …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 18. febrúar í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

“Gekk ég yfir sjó og land…” - Frásagnir frá Bamako og Caracas

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

eftir Jan Øberg Jan Øberg, framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future Research …

SHA_forsida_top

Þingfulltrúar segja frá

Þingfulltrúar segja frá

Fundur með þremur Íslendingum sem sóttu heim alþjóðasamfélagsþingin í Malí og Venesúela fyrr á þessu …

SHA_forsida_top

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

Fyrr á þessu ári var alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – haldið í Bamako …

SHA_forsida_top

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK 2006

Aðalfundur MFÍK 2006

Frá MFÍK Aðalfundur MFÍK 2006 verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20 í Friðarhúsinu, …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Opinn fundur miðnefndar SHA í Friðarhúsi um starfið framundan.

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

eftir Jan Øberg Jan Øberg, er framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future …