BREYTA

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

eftir Einar Ólafsson Ég fagna friðarsúlunni í Viðey. Ég fagna henni af því að henni er ætlað að minna á mikilvægi friðar og að við beitum okkur fyrir friði. Ég fagna henni sem minnismerki um John Lennon, sem var bæði stórkostlegur listamaður og baráttumaður fyrir friði. Friðartáknið getur verið ópólitískt í sjálfu sér, frammi fyrir því getum við sameinast um markmiðið, en á leiðinni verður margt sem taka þarf afstöðu til. Það gerði Lennon. Friðarbarátta hans tengdist baráttu fyrir réttlæti, baráttu gegn kúgun. Það nægir að nefna heiti nokkurra laga hans til að gefa hugmynd um boðskap hans: Give Peace a Chance, Power to the People, Woman Is the Nigger of the World, Working Class Hero. Því fór boðskapur hans fyrir brjóstið á bandarískum ráðamönnum á myrkum tíma Víetnamstríðsins. Þeir buðu hann ekki velkominn til Bandaríkjanna. Nú er aftur kominn myrkur tími í Bandaríkjunum, tími Íraksstríðsins. Það voru líka myrkir tímar fyrr í Bandaríkjunum, svo sem tími McCarthy-ismans á sjötta áratug síðustu aldar. Þá voru margir miklir listamennn illa séðir. Listamenn sem börðust fyrir réttindum verkafólks, kvenna, blökkumanna – og fyrir friði, gegn kjarnorkuvopnum, gegn heimsvaldastefnu. Það var á þeim tíma sem Ísland bast Bandaríkjunum æ sterkari böndum, en ekki fyrst og fremst bandarísku þjóðinni eða þeirri mannréttindahugsjón sem öðrum þræði tengdist upphafi Bandaríkjanna, heldur bandaríska herveldinu, bandaríska heimsveldinu. Ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu NATO undir forystu Bandaríkjanna, tók við bandarísku herliði og lagði til land undir bandaríska herstöð. Þessi herstöð var hér á tímum Víetnamstríðsins, íslensk stjórnvöld létu undir höfuð leggjast að gagnrýna vini sína í Washington fyrir þetta stríð sem mótmælt var á götum úti um allan heim. Íslensk stjórnvöld tóku aldrei frumkvæði í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum, enn hefur ekki náðst samstaða um kjarnorkuvopnalaust Ísland. Það samrýmist ekki veru okkar í NATO, sagði utanríkisráðherra síðustu ríkisstjórnar, Halldór Ásgrímsson, þeirrar ríkisstjórnar sem samþykkti innrásina í Írak. Það er því fagnaðarefni þegar borgarstjórn Reykjavíkur undir forystu tveggja þeirra flokka sem framar öðrum stóðu að inngöngu Íslands í NATO, herstöðvum á Íslandi og stuðningi Íslands við loftárásirnar á Júgóslavíu og innrásina í Írak og hafa hafnað tillögum um kjarnorkuvopnlaust Ísland, býður nú Yoko Ono, ekkju Johns Lennons og baráttufélaga, velkomna til Reykjavíkur til að setja upp þetta friðartákn í Viðey meðan þingmannasamtök hernaðarbandalagsins sitja bakvið luktar dyr í Laugardalshöllinni. Fyrrverandi borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti árið 2002, eins og flest önnur sveitarfélög hafa gert, að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu. Sú ákvörðun stendur enn og væntanlega mun núverandi borgarstjórn ekki víkja frá henni frammi fyrir friðarsúlunni í Viðey. Og vonandi mun borgarstjórn Reykjavíkur stíga enn frekari skref í friðarbaráttunni, svo sem með því að setja reglur um að herskip kom ekki í höfn í Reykjavík, eða að borgarstjórinn í Reykjavík sameinist um 1800 öðrum bæjarstjórum í friðarsamtökum bæjarstjóra (Mayors for Peace) sem borgarstjórarnir í Hírósíma og Nagasakí komu á fót árið 1982. Það er þá aukaatriði þótt gleymst hafi að bjóða út í Viðey fulltrúum virkustu friðarsamtaka Íslands, Samtaka hernaðarandstæðinga og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, sem hafa t.d. í hátt á þriðja áratug staðið fyrir árlegri friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu og kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í minningu fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasaki. Má vera að þessi samtök þyki of pólitísk, en látum það liggja milli hluta.

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …