BREYTA

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

eftir Einar Ólafsson Ég fagna friðarsúlunni í Viðey. Ég fagna henni af því að henni er ætlað að minna á mikilvægi friðar og að við beitum okkur fyrir friði. Ég fagna henni sem minnismerki um John Lennon, sem var bæði stórkostlegur listamaður og baráttumaður fyrir friði. Friðartáknið getur verið ópólitískt í sjálfu sér, frammi fyrir því getum við sameinast um markmiðið, en á leiðinni verður margt sem taka þarf afstöðu til. Það gerði Lennon. Friðarbarátta hans tengdist baráttu fyrir réttlæti, baráttu gegn kúgun. Það nægir að nefna heiti nokkurra laga hans til að gefa hugmynd um boðskap hans: Give Peace a Chance, Power to the People, Woman Is the Nigger of the World, Working Class Hero. Því fór boðskapur hans fyrir brjóstið á bandarískum ráðamönnum á myrkum tíma Víetnamstríðsins. Þeir buðu hann ekki velkominn til Bandaríkjanna. Nú er aftur kominn myrkur tími í Bandaríkjunum, tími Íraksstríðsins. Það voru líka myrkir tímar fyrr í Bandaríkjunum, svo sem tími McCarthy-ismans á sjötta áratug síðustu aldar. Þá voru margir miklir listamennn illa séðir. Listamenn sem börðust fyrir réttindum verkafólks, kvenna, blökkumanna – og fyrir friði, gegn kjarnorkuvopnum, gegn heimsvaldastefnu. Það var á þeim tíma sem Ísland bast Bandaríkjunum æ sterkari böndum, en ekki fyrst og fremst bandarísku þjóðinni eða þeirri mannréttindahugsjón sem öðrum þræði tengdist upphafi Bandaríkjanna, heldur bandaríska herveldinu, bandaríska heimsveldinu. Ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu NATO undir forystu Bandaríkjanna, tók við bandarísku herliði og lagði til land undir bandaríska herstöð. Þessi herstöð var hér á tímum Víetnamstríðsins, íslensk stjórnvöld létu undir höfuð leggjast að gagnrýna vini sína í Washington fyrir þetta stríð sem mótmælt var á götum úti um allan heim. Íslensk stjórnvöld tóku aldrei frumkvæði í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum, enn hefur ekki náðst samstaða um kjarnorkuvopnalaust Ísland. Það samrýmist ekki veru okkar í NATO, sagði utanríkisráðherra síðustu ríkisstjórnar, Halldór Ásgrímsson, þeirrar ríkisstjórnar sem samþykkti innrásina í Írak. Það er því fagnaðarefni þegar borgarstjórn Reykjavíkur undir forystu tveggja þeirra flokka sem framar öðrum stóðu að inngöngu Íslands í NATO, herstöðvum á Íslandi og stuðningi Íslands við loftárásirnar á Júgóslavíu og innrásina í Írak og hafa hafnað tillögum um kjarnorkuvopnlaust Ísland, býður nú Yoko Ono, ekkju Johns Lennons og baráttufélaga, velkomna til Reykjavíkur til að setja upp þetta friðartákn í Viðey meðan þingmannasamtök hernaðarbandalagsins sitja bakvið luktar dyr í Laugardalshöllinni. Fyrrverandi borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti árið 2002, eins og flest önnur sveitarfélög hafa gert, að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu. Sú ákvörðun stendur enn og væntanlega mun núverandi borgarstjórn ekki víkja frá henni frammi fyrir friðarsúlunni í Viðey. Og vonandi mun borgarstjórn Reykjavíkur stíga enn frekari skref í friðarbaráttunni, svo sem með því að setja reglur um að herskip kom ekki í höfn í Reykjavík, eða að borgarstjórinn í Reykjavík sameinist um 1800 öðrum bæjarstjórum í friðarsamtökum bæjarstjóra (Mayors for Peace) sem borgarstjórarnir í Hírósíma og Nagasakí komu á fót árið 1982. Það er þá aukaatriði þótt gleymst hafi að bjóða út í Viðey fulltrúum virkustu friðarsamtaka Íslands, Samtaka hernaðarandstæðinga og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, sem hafa t.d. í hátt á þriðja áratug staðið fyrir árlegri friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu og kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í minningu fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasaki. Má vera að þessi samtök þyki of pólitísk, en látum það liggja milli hluta.

Færslur

SHA_forsida_top

NATO-ráðstefnu mótmælt

NATO-ráðstefnu mótmælt

Nokkur hópur fólks mætti við Hilton Reykjavik Nordica Hotel við Suðurlandsbraut um klukkan hálfsjö í …

SHA_forsida_top

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

Eftir mikinn feluleik sem staðið hefur síðasta hálfa sólarhringinn er komið í ljós að móttakan …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Mótmælum Nató-stjóranum

Mótmælum Nató-stjóranum

Fyrir dyrum stendur ráðstefna á vegum Nató og íslenskra stjórnvalda, sem haldin verður á Hilton …

SHA_forsida_top

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Fregnirnar af fyrirhuguðum mótmælum hernaðarandstæðinga í tengslum við móttöku þá sem halda á fyrir gesti …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf

SHA_forsida_top

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Samtök hernaðarandstæðinga fordæma grimmdarverk Ísraelshers á Gaza-svæðinu, sem heimurinn hefur orðið vitni að undanfarna daga. …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Borgaraleg óhlýðni hefur verið talsvert til umræðu upp á síðkastið, ekki hvað síst í tengslum …

SHA_forsida_top

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16 Kröfur …

SHA_forsida_top

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Við sögðum frá því hér á Friðarvefnum 9. desember að utanríkisráðherrar NATO hefðu samþykkt á …

SHA_forsida_top

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Friðarins fólk! Stórt orð friður Fyrir 40 árum – tæpum – hitti ég Mohamed …