BREYTA

Eina leiðin til friðar er að Bandaríkin hverfi frá Írak

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 17. mars 2007 Eina hugsanlega leiðin til að binda enda á sívaxandi ofbeldi í Írak er að bandaríski herinn hverfi á braut ásamt herliðum annarra svokallaðra viljugra ríkja. Jafnframt verða bandarísk fyrirtæki að draga starfsemi sína úr landinu, fyrirtæki eins og Halliburton, Bechtel og olíufyrirtækin sem nú eru að leggja undir sig olíuvinnslu í landinu. Meginástæða ofbeldisins er innrás og hernám Bandaríkjanna. Það er sama hversu mikið herlið Bandaríkjamenn senda til Írak, þau hryðjuverk sem þar eru framin dag hvern verða ekki stöðvuð með hervaldi því að hryðjuverkin eru vopn hins valdalausa gegn hervaldinu. Þótt ekki sé rétt að kenna villimannsleg hryðjuverk, sem valda fyrst og fremst limlestingum og dauða almennings, við frelsisbaráttu er það samt vafalaust að innrás og hernám Bandaríkjanna í Írak er orsök þessa ástands. Engin von er þó til að ofbeldinu linni sjálfkrafa þótt Bandaríkjamenn hverfi á braut ásamt þýjum sínum. Átökin eru orðin miklu flóknari en svo. En þá fyrst, þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hverfa á brott, verður hægt að byrja að vinna að friði. Þá verða Bandaríkjamenn að halda sig til hlés en láta önnur ríki, ríkjasambönd eða yfirþjóðleg samtök og stofnanir, sem á engan hátt komu að innrásinni, svo sem Sameinuðu þjóðirnar (en ekki NATO sem er undir forystu Bandaríkjanna), gangast fyrir friðarumleitunum í Írak og að þeim verða allir innlendir aðilar að koma. Nú er ekki líklegt að Bandaríkjamenn muni fallast á þetta, af því að það er ekki meginmarkmið þeirra að koma á friði, lýðræði og stöðugleika í Írak. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir þeim er að ná ítökum í landinu meðal annars til að ná yfiráðum yfir olíuframleiðslunni. Þó að mikilvægt sé fyrir þá að koma á friði er þeim meira virði að halda ítökum sínum. Alþjóðasamfélagið svokallaða verður því að þrýsta á Bandaríkin að hverfa frá Írak. Og þar gegna hin svokölluðu viljugu ríki mikilvægu hlutverki. Meðal þeirra er Ísland. Íslenska ríkisstjórnin getur alls ekki sagt að hún hafi haft rangar upplýsingar þegar hún ákvað að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Ef svo var, þá var utanríkisráðuneytið engan veginn starfi sínu vaxið. Mjög trúverðugar upplýsingar lágu fyrir um að sáralitlar líkur væru á að gjöreyðingavopn væru til í Írak og vopnaeftirlitsmenn báðu um aðeins lengri frest til að sannreyna það sem lá næstum ljóst fyrir. Aðrar ástæður, sem tíundaðar hafa verið, eru jafnfráleitar. Jafnframt lágu fyrir skýrslur frá ýmsum viðurkenndum aðilum um hugsanlegar afleiðingar innrásar þar sem spáð var miklum hörmungum. Það eina sem íslensk stjórnvöld geta gert núna er að skammast sín og lýsa því yfir að þessi stuðningur hafi verið mistök. Jafnframt verða þau að horfast í augu við ábyrgð sína á þeim hörmungum sem dunið hafa yfir írösku þjóðina frá því að innrásin hófst (látum viðskiptabannið og allt sem því fylgdi liggja milli hluta að sinni). Síðan ætti ríkisstjórnin að hafa frumkvæði að því að fá önnur „viljug ríki“ til að gera hið sama og snúa sér svo sameiginlega til bandarískra stjórnvalda og krefjast þess að þau hverfi frá Írak, bæði með her og bisness, svo hægt verði að fara að vinna að friði. Loks ber Íslendingum að opna landið fyrir íröskum flóttamönnum, því að hverjir eiga að gera að ef ekki þeir sem bera ábyrgð á ástandinu?

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - miðvikudag

Landsfundur SHA - miðvikudag

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi miðvikudaginn 24. nóvember. Útbýting fundargagna hefst kl. 17:30 …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrártillögur SHA og hernaðarandstæðingar meðal frambjóðenda

Stjórnarskrártillögur SHA og hernaðarandstæðingar meðal frambjóðenda

Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt …

SHA_forsida_top

Hátíðarmálsverður Friðarhúss

Hátíðarmálsverður Friðarhúss

Jólahlaðborð Friðarhúss SHA. Verð kr. 2.000.

SHA_forsida_top

Hátíðarmatseðillinn

Hátíðarmatseðillinn

Hið víðfræga jólahlaðborð Friðarhúss verður haldið föstududagskvöldið 26. nóvember n.k. Húsið verður opnað kl. 18:30 …

SHA_forsida_top

Pöbbkviss róttæklingsins hjá SHA

Pöbbkviss róttæklingsins hjá SHA

Á liðnum árum hafa SHA reglulega staðið fyrir sérstökum kynningar- og skemmtikvöldum fyrir yngri félagsmenn …

SHA_forsida_top

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

7. október var tekið fyrir á Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ÞÖÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ÞÖÁ)

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss kl. 19

SHA_forsida_top

MFÍK - opinn félagsfundur 8. nóv.

MFÍK - opinn félagsfundur 8. nóv.

MFÍK heldur opinn félagsfund mánudaginn 8. nóvember kl. 19 í Friðarhúsi v/Snorrabraut. Margrét Guðnadóttir, læknir, …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld SHA

Nýliðakvöld SHA

Nýliðakvöld í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 24. nóv. & breytingar á lögum

Landsráðstefna SHA, 24. nóv. & breytingar á lögum

Ákveðið hefur verið að landsráðstefna SHA fari fram miðvikudagskvöldið 24. nóvember n.k. í Friðarhúsi frá …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður, föstudagskvöld

Friðarmálsverður, föstudagskvöld

Hinn mánaðarlegi fja´röflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 29. október. Þar verður endurtekinn matseðilinn …

SHA_forsida_top

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss