BREYTA

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því að samtökin komist í húsnæði fyrir rekstur skrifstofu, varðveislu gripa og almennt friðarstarf. Á fundum þessum hefur sú skoðun verið nokkuð almenn að húsnæðisleysið standi starfsemi félagsins fyrir þrifum. Friðarhús á góðum stað í miðborg Reykjavíkur er forsenda þess að herstöðvaandstæðingum takist að fá í sínar raðir það unga fólk sem hverri pólitískri baráttu er lífsnauðsyn. Eftir nákvæma athugun á leigumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu komst miðnefnd SHA að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara væri að festa kaup á húsnæði en að vera upp á ótryggt og fokdýrt leiguhúsnæði komin. Einkahlutafélagið Friðarhús SHA ehf. var stofnað til að vinna að þessu markmiði og byrjað að safna hlutafé meðal félagsmanna í SHA. Fyrsti aðalfundur Friðarhúss SHA eftir stofnfund var haldinn 25. maí síðastliðinn. Þar var ný stjórn kjörin en hana skipa: Elvar Ástráðsson (formaður), Sigurður Flosason, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sveinn Birkir Björnsson og Páll Hilmarsson (fulltrúi SHA í stjórn). Varamenn eru: Stefán Pálsson, Sverrir Jakobsson og Sigríður Gunnarsdóttir. Á aðalfundi félagsins var fullkomin samstaða um að ekki væri eftir neinu að bíða að ráðast í húsnæðisleit og undirbúa hlutafjársöfnun af fullum krafti. Talsvert starf hefur verið unnið í þessum málum á síðustu vikum, þrátt fyrir sumarleyfi. Vonir standa til að hægt verði að flytja nánari fregnir af framvindu mála á þessum vettvangi innan skamms. Þeim sem áhuga hafa á að gerast félagsmenn í Friðarhúsi er bent á ofangreinda stjórnarmenn eða að senda tölvupóst á sha@fridur.is til að afla nánari upplýsinga eða skrá sig fyrir hlutafé. Verð á hlut er 10.000 krónur.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- …

SHA_forsida_top

Hugað að viðhaldinu

Hugað að viðhaldinu

Sumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Ferðasaga í Friðarhúsi

Ferðasaga í Friðarhúsi

Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Rússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til stuðnings flóttamanni

Til stuðnings flóttamanni

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd …

SHA_forsida_top

1. maí í Friðarhúsi

1. maí í Friðarhúsi

Hið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Eftir 30. apríl hækkar hlutur í Friðarhúsi SHA ehf úr 10 þúsund krónum í …

SHA_forsida_top

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20. Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í söguhópi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin 1949 til 2009: Frá …