BREYTA

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því að samtökin komist í húsnæði fyrir rekstur skrifstofu, varðveislu gripa og almennt friðarstarf. Á fundum þessum hefur sú skoðun verið nokkuð almenn að húsnæðisleysið standi starfsemi félagsins fyrir þrifum. Friðarhús á góðum stað í miðborg Reykjavíkur er forsenda þess að herstöðvaandstæðingum takist að fá í sínar raðir það unga fólk sem hverri pólitískri baráttu er lífsnauðsyn. Eftir nákvæma athugun á leigumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu komst miðnefnd SHA að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara væri að festa kaup á húsnæði en að vera upp á ótryggt og fokdýrt leiguhúsnæði komin. Einkahlutafélagið Friðarhús SHA ehf. var stofnað til að vinna að þessu markmiði og byrjað að safna hlutafé meðal félagsmanna í SHA. Fyrsti aðalfundur Friðarhúss SHA eftir stofnfund var haldinn 25. maí síðastliðinn. Þar var ný stjórn kjörin en hana skipa: Elvar Ástráðsson (formaður), Sigurður Flosason, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sveinn Birkir Björnsson og Páll Hilmarsson (fulltrúi SHA í stjórn). Varamenn eru: Stefán Pálsson, Sverrir Jakobsson og Sigríður Gunnarsdóttir. Á aðalfundi félagsins var fullkomin samstaða um að ekki væri eftir neinu að bíða að ráðast í húsnæðisleit og undirbúa hlutafjársöfnun af fullum krafti. Talsvert starf hefur verið unnið í þessum málum á síðustu vikum, þrátt fyrir sumarleyfi. Vonir standa til að hægt verði að flytja nánari fregnir af framvindu mála á þessum vettvangi innan skamms. Þeim sem áhuga hafa á að gerast félagsmenn í Friðarhúsi er bent á ofangreinda stjórnarmenn eða að senda tölvupóst á sha@fridur.is til að afla nánari upplýsinga eða skrá sig fyrir hlutafé. Verð á hlut er 10.000 krónur.

Færslur

SHA_forsida_top

Leynd og lausir endar

Leynd og lausir endar

Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður skrifar á heimasíðu sinni 2. október: Herinn er farinn. 55 ára …

SHA_forsida_top

Umræður á Alþingi um varnarmál

Umræður á Alþingi um varnarmál

Miðvikudaginn 4. október flutti forsætisráðherra munnlega skýrslu á Alþingi um varnarmál sem síðan var til …

SHA_forsida_top

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Fundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, haldinn 28. september 2006, fagnar því að bandaríska …

SHA_forsida_top

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

Þjóðarhreyfingin hélt fund 1. október síðastliðinn til að fagna brottför hersins. Á fundinum voru ræðumenn …

SHA_forsida_top

Plógjárn úr sverðum...

Plógjárn úr sverðum...

Um framtíð Keflavíkurflugvallar Þessi grein séra Halldórs Reynissonar birtist í Morgunblaðinu 3. október og …

SHA_forsida_top

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Í Staksteinum Morgunblaðsins 2. október voru birt minningarorð um Samtök herstöðvaandstæðinga. Þessi minningarorð eru svo …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20 mun sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal flytja í Friðarhúsi óformlegt erindi um …

SHA_forsida_top

Undirlægjuhættinum linni

Undirlægjuhættinum linni

Erindi flutt á fundi herstöðvaandstæðinga á Ísafirði, sem haldinn var til að fagna brottför bandaríska …

SHA_forsida_top

Suðurnesjaferð SHA

Suðurnesjaferð SHA

SHA skipuleggja rútuferð að herstöðvarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli undir leiðsögn - og fagna brottför hersins.

SHA_forsida_top

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Í dag, sunnudaginn 1. október, fór hópur herstöðvaandstæðinga um Suðurnes til að sannreyna að bandaríski …

SHA_forsida_top

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Herstöðvaandstæðingar munu á morgun, sunnudaginn 1. október, halda til Suðurnesja í kveðjuför. Lagt verður …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Allir velkomnir. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Amal Tamimi segir frá daglegu lífi á …

SHA_forsida_top

Kræsingar í Friðarhúsi

Kræsingar í Friðarhúsi

Hinar mánaðrlegu fjáröflunarmáltíðir Friðarhúss hefjast á ný eftir sumarið fös. 29. september. Borðhald hefst …

SHA_forsida_top

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi sl. laugardag: Aðalfundur Kjördæmisráðs …