BREYTA

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því að samtökin komist í húsnæði fyrir rekstur skrifstofu, varðveislu gripa og almennt friðarstarf. Á fundum þessum hefur sú skoðun verið nokkuð almenn að húsnæðisleysið standi starfsemi félagsins fyrir þrifum. Friðarhús á góðum stað í miðborg Reykjavíkur er forsenda þess að herstöðvaandstæðingum takist að fá í sínar raðir það unga fólk sem hverri pólitískri baráttu er lífsnauðsyn. Eftir nákvæma athugun á leigumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu komst miðnefnd SHA að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara væri að festa kaup á húsnæði en að vera upp á ótryggt og fokdýrt leiguhúsnæði komin. Einkahlutafélagið Friðarhús SHA ehf. var stofnað til að vinna að þessu markmiði og byrjað að safna hlutafé meðal félagsmanna í SHA. Fyrsti aðalfundur Friðarhúss SHA eftir stofnfund var haldinn 25. maí síðastliðinn. Þar var ný stjórn kjörin en hana skipa: Elvar Ástráðsson (formaður), Sigurður Flosason, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sveinn Birkir Björnsson og Páll Hilmarsson (fulltrúi SHA í stjórn). Varamenn eru: Stefán Pálsson, Sverrir Jakobsson og Sigríður Gunnarsdóttir. Á aðalfundi félagsins var fullkomin samstaða um að ekki væri eftir neinu að bíða að ráðast í húsnæðisleit og undirbúa hlutafjársöfnun af fullum krafti. Talsvert starf hefur verið unnið í þessum málum á síðustu vikum, þrátt fyrir sumarleyfi. Vonir standa til að hægt verði að flytja nánari fregnir af framvindu mála á þessum vettvangi innan skamms. Þeim sem áhuga hafa á að gerast félagsmenn í Friðarhúsi er bent á ofangreinda stjórnarmenn eða að senda tölvupóst á sha@fridur.is til að afla nánari upplýsinga eða skrá sig fyrir hlutafé. Verð á hlut er 10.000 krónur.

Færslur

SHA_forsida_top

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

Nú munu vera um 50 þúsund hermenn í bandarískum herstöðvum í Japan. Flestir þeirra eru …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá

Menningardagskrá

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá sunnudag

Menningardagskrá sunnudag

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur miðvikudaginn 8.mars 2006 kl.17 í …

SHA_forsida_top

30. mars-samkoma SHA

30. mars-samkoma SHA

Samkoma í Friðarhúsi í skugga minningarinnar um NATO-inngönguna 1949.

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

18. mars: Stöðvum stríðið í Írak! Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir verða helgina 18.-19. mars í tilefni …

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöðin Ísland

Friðarmiðstöðin Ísland

Þessi grein var send Fréttablaðinu til birtingar í byrjun febrúar þegar viðræður um framtíð …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríði 18. mars n.k. undirbúnar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Opinn fundur í Friðarhúsinu miðvikudag 1. mars kl. 20 Á miðvikudagskvöldið kl. 20 verður …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 25. febrúar 2006 Viðleitni Íransstjórnar til að auðga …

SHA_forsida_top

Troðfullt Friðarhús

Troðfullt Friðarhús

Óhætt er að segja að fjáröflunarmatarboðið í Friðarhúsi á Safnanótt hafi tekist framar vonum. Meira …

SHA_forsida_top

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Á haustþingi, þann 11. október, lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á …

SHA_forsida_top

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar.