Laugardagur 5. apríl, 11:27 Góðan dag, í gær var póstað á síðuna ykkar grein um Nató. Ég og Sólveig Anna Jónsdóttir settum inn gagnrýnin komment við hana. Ég hafði vonast eftir svarkommenti við gagnrýni okkar, en nú hefur færslan verið tekin út. Mig langar að óska eftir einhvers konar opinberu svari, annað hvort um efni greinarinnar, eða skýringu á því hvers vegna hún var tekin út af síðunni. Ég bið um þetta í þágu opinskárrar og gagnrýnnar umræðu, sem mér finnst eiga vel heima á síðunni ykkar þótt samstaðan skipti líka mál. Kær kveðja, Viðar Þorsteinsson Laugardagur 5. apríl 12:28 Sæll, Viðar. Takk fyrir gagnrýnina og mér þykir það miður að hún skuli hafa tapast þegar innleggið var fjarlægt. Innleggið fór inn án þess lágmarkssamþykkis sem við höfum miðað við til að birta innlegg hjá okkur og fór inn á þannig tíma að hún fékk að hanga inni of lengi áður við brugðumst við. Deiling greinarinnar speglar alls ekki skoðun allra innan knúzsins og eru þó nokkrir meðlimir sem deila þinni skoðun. Ástæðan fyrir því að hún var fjarlægð er svo sú að þessi lágmarkskonsensus aðferð var sniðgengin. Kær kveðja, Jón Thoroddsen fyrir hönd knúzs. Laugardagur 5. apríl 15:08 Kær Jón og Knúz.is, takk fyrir svör. Mér finnst ekki nóg að fá bara að vita að eitthvert verkferli hafi verið brotið. Það verður að greina frá því hver afstaða Knúz.is er til þessarar birtingar, og þeirra pólitísku skilaboða sem hún sendir. Þetta er mikilvægt fyrir lesendur og stuðningsfólk síðunnar. Með öðrum orðum, það eitt að prótókoll hafi verið brotinn skýrir ekki hvers vegna Knúz.is tók þessa birtingu til baka. Það er nauðsynlegt að upplýsa lesendur um pólitískar og hugmyndafræðilegar forsendur þess. Ég vonast eftir því að Knúz birti opinbera yfirlýsingu um þetta. Kær kveðja, Viðar

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …

SHA bjóða í heimsókn á Menningarnótt í Reykjavík. Friðarhús, Njálsgötu 87, verður opið gestum …

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

Hin árlega kertafleyting í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar …

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og …

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast …

Þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20 verður haldinn fundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, á vegum …

Föstudaginn 1. júlí kl. 12 mun Claudio Bisogniero, varaframkvæmdastjóra Nató halda erindi í Öskju, náttúrufræðihúsi …

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. …

Félagsundur Félagsins Ísland-Palestína.

Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að bannað sé að halda kynningarfundi …

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um tilraunir norskra hernaðaryfirvalda til að skrá íslensk ungmenni í herinn, er …

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er …

Fréttaflutningur af stríðinu í Líbýu hefur mjög verið á einn veg síðustu daga og vikur. …