BREYTA

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um að það yrði birt á vefsíðunni. Ritstjórnin sá sér ekki fært að birta bréfið eins og það er. Því birtum við það hér, enda teljum við að bréfið eigi erindi við lesendur Fridur.is. Föstudaginn 4. apríl birtist á Facebook-vegg Knuz.is tengill á pistil úr málgagninu Foreign Policy. Greinin bar fyrirsögnina „The Men-Only Club“ (Karlaklúbburinn), og í undirfyrirsögn var spurt: „Why, after 65 years, can't NATO find a woman to head the alliance?“ (Hvers vegna getur NATO, eftir 65 ár, ekki fundið konu til að stýra bandalaginu?) Með deilingunni á pistlinum birti Knuz.is texta sem gaf til kynna að tekið væri undir með málflutningi höfundar hans, að það væri sigur fyrir kvennabaráttuna ef kona yrði framkvæmdastjóri NATO. Skömmu eftir að deilingin birtist á veggnum setti Sólveig Anna Jónsdóttir inn ummæli þar sem hún vitnaði í nokkrar fullyrðingar úr pistlinum, m.a eftirfarandi: „NATO is not just relevant, but a critically important player in protecting global peace, security, and order“. (NATO skiptir ekki aðeins máli, heldur leikur það grundvallarhlutverk í að vernda frið á alþjóðavísu, öryggi og reglu.) Sólveig spurði hvort deilingin fæli í sér að Knuz.is væri samþykkt þessum orðum. Það er skoðun undirritaðra, að þarna birtist fylgispekt við ofbeldisfulla heimsvaldastefnu Vesturveldanna, heimsvaldastefnu sem grundvallast á yfirburðum fáeinna vestrænna þjóðríkja yfir öðrum þjóðum heims, og gengur út á samstarf um að kúga þessar þjóðir með hervaldi. Við undirrituð erum einlægt stuðningsfólk kvenréttindabaráttu og kynjajöfnuðar, og höfum lengi verið dyggir lesendur Knuz.is. Við höfum deilt og ‘lækað’ efni af síðunni. Við skiljum að sjálfsögðu, að málgagn eins og Knuz.is kjósi að beina sjónum að einu tilteknu ranglæti, kúgun kvenna, sem er nægilega aðkallandi útaf fyrir sig. Við ætlumst ekki til að Knuz.is fari að birta greinar sem fjalla sérstaklega um heimsvaldastefnu og stéttaskiptingu til viðbótar við feminíska gagnrýni (þótt vissulega væri fróðlegt að sjá fleiri greinar um hvernig þessir hlutir tengjast). En það er okkar skoðun að kvenréttindabaráttan fari ekki fram í tómarúmi. Það er ekki hægt að boða kvenréttindi innan hvaða samhengis sem er, eða í liði með hvaða öflum sem er. Margs konar valdaójafnvægi og kúgun önnur en kvennakúgun einkennir mannlegt samfélag eins og það er í dag, þar á meðal heimsvaldastefna. Skilningur okkar á kvenréttindabaráttu er sá, að hún spretti upp úr og standi við hlið baráttunnnar gegn hvers kyns samfélagslegu óréttlæti. Þess vegna ætti femínískt málgagn ekki að taka undir eða réttlæta heimsvaldstefnu, jafnvel þótt gagnrýni á heimsvaldastefnu sé ekki í brennidepli málgagnsins. Þetta er því miður ekki skoðun allra og nú virðist sem sumir femínistar sjái ekkert athugavert við þátttöku í NATO og styðji hana jafnvel opinskátt. Greinin úr Foreign Policy, og deiling Knuz.is á henni, sýna að okkar mati skort á næmi fyrir heildarsamhengi ólíkra kúgunartengsla. Í kjölfar þess að við skrifuðum gagnrýnar athugasemdir við deilinguna, var greinin fjarlægð og sést nú hvergi á Facebook-síðu Knuz.is. Viðar Þorsteinsson skrifaði í kjölfar þess fyrirspurn til Knuz.is. Var henni svarað af Jóni Thoroddsen fyrir hönd Knuz.is, sem útskýrði að verkferli um “lágmarkskonsensus" hefði verið brotið. Viðar svaraði því um hæl, að slík skýring dygði ekki ein og sér, nú yrði að koma fram hver afstaða ristjórnar Knuz.is væri til hugmyndafræði af því tagi sem birtist í pistli Foreign Policy. (Við birtum hér samskiptin milli Viðars og Knuz.is.) Spurningum þessum er ósvarað:
  • Hver er afstaða Knuz.is til heimsvaldastefnu, og sér í lagi til þess þegar kvenréttindum er stillt upp sem samrýmanlegum við hana?
  • Getur Knuz.is litið fram hjá því skelfilega ofbeldi sem NATO ber ábyrgð á, voðaverkum þar sem konur eru oft fórnarlömb, ef svo vill til að kona kemst í stjórnunarstöðu innan bandalagsins
Við setjum þessar spurningar og athugasemdir fram í von um hreinskiptna og opinskáa umræðu. Þetta eru aðkallandi spurningar fyrir kvenréttindabaráttuna og aðra baráttu fyrir jöfnuði og samfélagslegu réttlæti. – Sólveig Anna Jónsdóttir & Viðar Þorsteinsson Samskipti Viðars Þorsteinssonar við Jón Thoroddsen:
Laugardagur 5. apríl, 11:27 Góðan dag, í gær var póstað á síðuna ykkar grein um Nató. Ég og Sólveig Anna Jónsdóttir settum inn gagnrýnin komment við hana. Ég hafði vonast eftir svarkommenti við gagnrýni okkar, en nú hefur færslan verið tekin út. Mig langar að óska eftir einhvers konar opinberu svari, annað hvort um efni greinarinnar, eða skýringu á því hvers vegna hún var tekin út af síðunni. Ég bið um þetta í þágu opinskárrar og gagnrýnnar umræðu, sem mér finnst eiga vel heima á síðunni ykkar þótt samstaðan skipti líka mál. Kær kveðja, Viðar Þorsteinsson Laugardagur 5. apríl 12:28 Sæll, Viðar. Takk fyrir gagnrýnina og mér þykir það miður að hún skuli hafa tapast þegar innleggið var fjarlægt. Innleggið fór inn án þess lágmarkssamþykkis sem við höfum miðað við til að birta innlegg hjá okkur og fór inn á þannig tíma að hún fékk að hanga inni of lengi áður við brugðumst við. Deiling greinarinnar speglar alls ekki skoðun allra innan knúzsins og eru þó nokkrir meðlimir sem deila þinni skoðun. Ástæðan fyrir því að hún var fjarlægð er svo sú að þessi lágmarkskonsensus aðferð var sniðgengin. Kær kveðja, Jón Thoroddsen fyrir hönd knúzs. Laugardagur 5. apríl 15:08 Kær Jón og Knúz.is, takk fyrir svör. Mér finnst ekki nóg að fá bara að vita að eitthvert verkferli hafi verið brotið. Það verður að greina frá því hver afstaða Knúz.is er til þessarar birtingar, og þeirra pólitísku skilaboða sem hún sendir. Þetta er mikilvægt fyrir lesendur og stuðningsfólk síðunnar. Með öðrum orðum, það eitt að prótókoll hafi verið brotinn skýrir ekki hvers vegna Knúz.is tók þessa birtingu til baka. Það er nauðsynlegt að upplýsa lesendur um pólitískar og hugmyndafræðilegar forsendur þess. Ég vonast eftir því að Knúz birti opinbera yfirlýsingu um þetta. Kær kveðja, Viðar

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Í 2. grein hinna nýju varnarmálalaga segir að meðal markmiða laganna sé „að greina á …

SHA_forsida_top

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 21. maí kl. 19.00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (á horni …

SHA_forsida_top

Brunaútköllum sinnt vikulega

Brunaútköllum sinnt vikulega

Eftirfarandi grein eftir Stefán Pálsson formann SHA birtist í 24 stundum 9. maí. Ritstjóri 24 …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópurinn fundar.

SHA_forsida_top

Til hvers er Nató?

Til hvers er Nató?

Eftirfarandi grein Árna Björnssonar birtist í Morgunblaðinu 6. maí. Undarlegt dekur íslenskra stjórnvalda við herbandalagið …

SHA_forsida_top

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Eins og fram hefur komið hefur formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, Stefán Pálsson, sótt um stöðu forstjóra …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA.

SHA_forsida_top

Hver er óvinurinn?

Hver er óvinurinn?

Nú eru þær komnar, orrustuþoturnar frönsku. Frá komu þeirra er sagt svo á mbl.is (5.5.2008, …

SHA_forsida_top

Tilkynning frá formanni SHA

Tilkynning frá formanni SHA

Reykjavík, 2. maí 2008 Um allnokkurt skeið hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá …

SHA_forsida_top

1. maí-kaffi SHA 2008

1. maí-kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Háskólinn setur enn niður

Háskólinn setur enn niður

Undir fyrirsögninni Háskólinn setur niður var fjallað um það hér á Friðarvefnum síðastliðinn sunnudag hvernig …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2008

1. maí kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Fundur í sögunefnd SHA

SHA_forsida_top

Háskólinn setur niður

Háskólinn setur niður

Á morgun, mánudag, verður efnt til málstofu í Háskóla Íslands þar sem rætt verður um …