Laugardagur 5. apríl, 11:27 Góðan dag, í gær var póstað á síðuna ykkar grein um Nató. Ég og Sólveig Anna Jónsdóttir settum inn gagnrýnin komment við hana. Ég hafði vonast eftir svarkommenti við gagnrýni okkar, en nú hefur færslan verið tekin út. Mig langar að óska eftir einhvers konar opinberu svari, annað hvort um efni greinarinnar, eða skýringu á því hvers vegna hún var tekin út af síðunni. Ég bið um þetta í þágu opinskárrar og gagnrýnnar umræðu, sem mér finnst eiga vel heima á síðunni ykkar þótt samstaðan skipti líka mál. Kær kveðja, Viðar Þorsteinsson Laugardagur 5. apríl 12:28 Sæll, Viðar. Takk fyrir gagnrýnina og mér þykir það miður að hún skuli hafa tapast þegar innleggið var fjarlægt. Innleggið fór inn án þess lágmarkssamþykkis sem við höfum miðað við til að birta innlegg hjá okkur og fór inn á þannig tíma að hún fékk að hanga inni of lengi áður við brugðumst við. Deiling greinarinnar speglar alls ekki skoðun allra innan knúzsins og eru þó nokkrir meðlimir sem deila þinni skoðun. Ástæðan fyrir því að hún var fjarlægð er svo sú að þessi lágmarkskonsensus aðferð var sniðgengin. Kær kveðja, Jón Thoroddsen fyrir hönd knúzs. Laugardagur 5. apríl 15:08 Kær Jón og Knúz.is, takk fyrir svör. Mér finnst ekki nóg að fá bara að vita að eitthvert verkferli hafi verið brotið. Það verður að greina frá því hver afstaða Knúz.is er til þessarar birtingar, og þeirra pólitísku skilaboða sem hún sendir. Þetta er mikilvægt fyrir lesendur og stuðningsfólk síðunnar. Með öðrum orðum, það eitt að prótókoll hafi verið brotinn skýrir ekki hvers vegna Knúz.is tók þessa birtingu til baka. Það er nauðsynlegt að upplýsa lesendur um pólitískar og hugmyndafræðilegar forsendur þess. Ég vonast eftir því að Knúz birti opinbera yfirlýsingu um þetta. Kær kveðja, Viðar

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

Friðarhús er í útláni þennan dag.

Ritstjórn Dagfara fundar.

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …