BREYTA

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

waronterror Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, Hafnarstræti 98, Akureyri. Í tilefni af því að 19. mars er innrásin í Írak fjögurra ára heldur Elías Davíðsson erindi á vegum Samtaka hernaðrandstæðinga. Opið öllum. Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Titill erindisins er leiðandi og gefur í skyn að það sem fjölmiðlar segja um hryðjuverkaógnina geti verið ýkt eða tilbúið. Fyrst mun Elías sýna fram á, að barátta gegn hryðjuverkum er nú eitt af meginviðfangsefnum NATO og vestrænna ríkja á sviði öryggismála. Næst rýnir hann í forsendur þessa átaks, þ.e. hve umfangsmikil hryðjuverkaógnin sé. Hann mun greina milli tveggja flokka af hryðjuverkum, annars vegar raunverulegra hryðjuverka og hins vegar sviðsettra hryðjuverka. Að lokum mun Elías ræða um notagildi hryðjuverkaógnunarinnar fyrir stjórnun á samfélögum. Elías Davíðsson er kerfisfræðingur, forritari og tónlistarmaður, f. í Palestínu 1941, en hefur búið hér á landi frá 1962. Á liðnum árum hefur hann stundað rannsóknir á sviði þjóðaréttar og mannréttinda, m.a. um hryðjuverk, þ.m.t. atburðina 11. september 2001 og hryðjuverkin í London og Madrid. Árið 2005 flutti hann erindi á alþjóðlegri ráðstefnu lýðræðissinnaðra lögfræðinga í París, um hryðjuverkaógnina. Erindið hefur verið birt í tímariti um alþjóðamál sem gefið er út í Tehran og í nýútkominni bók í Bandaríkjunum. Það heitir "The War on Terror: A Double Fraud Upon Humanity" og er birt á vefsíðu Elíasar www.aldeilis.net Elías er stofnandi íslensku 11. september hreyfingarinnar og vefstjóri evrópsku vefsíðu 11. september hreyfingarinnar. Sú hreyfing berst fyrir því að atburðirnir 11. september 2001 verði upplýstir að fullu. Munið: 17. mars á Akureyri! 19. mars í Reykjavík

Færslur

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktun um brottför hersins

Ályktun um brottför hersins

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að …

SHA_forsida_top

Íslendingar hafni pyntingum

Íslendingar hafni pyntingum

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn stríðsæsingum

Ályktun gegn stríðsæsingum

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga var kjörin á landsráðstefnu hinn 5. nóvember 2005. Hana skipa: Aðalmenn: Bergljót …

SHA_forsida_top

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Sagan

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki …

SHA_forsida_top

Lög SHA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum …

SHA_forsida_top

Um SHA

Um SHA

Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu …

SHA_forsida_top

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari er nafnið á tímariti og fréttabréfi Samtaka hernaðarandstæðinga. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur SHA

Opinn miðnefndarfundur SHA

Friðarsinnar eru nú farnir að geta gengið að því vísu að haldnir séu fundir í …