BREYTA

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

waronterror Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, Hafnarstræti 98, Akureyri. Í tilefni af því að 19. mars er innrásin í Írak fjögurra ára heldur Elías Davíðsson erindi á vegum Samtaka hernaðrandstæðinga. Opið öllum. Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Titill erindisins er leiðandi og gefur í skyn að það sem fjölmiðlar segja um hryðjuverkaógnina geti verið ýkt eða tilbúið. Fyrst mun Elías sýna fram á, að barátta gegn hryðjuverkum er nú eitt af meginviðfangsefnum NATO og vestrænna ríkja á sviði öryggismála. Næst rýnir hann í forsendur þessa átaks, þ.e. hve umfangsmikil hryðjuverkaógnin sé. Hann mun greina milli tveggja flokka af hryðjuverkum, annars vegar raunverulegra hryðjuverka og hins vegar sviðsettra hryðjuverka. Að lokum mun Elías ræða um notagildi hryðjuverkaógnunarinnar fyrir stjórnun á samfélögum. Elías Davíðsson er kerfisfræðingur, forritari og tónlistarmaður, f. í Palestínu 1941, en hefur búið hér á landi frá 1962. Á liðnum árum hefur hann stundað rannsóknir á sviði þjóðaréttar og mannréttinda, m.a. um hryðjuverk, þ.m.t. atburðina 11. september 2001 og hryðjuverkin í London og Madrid. Árið 2005 flutti hann erindi á alþjóðlegri ráðstefnu lýðræðissinnaðra lögfræðinga í París, um hryðjuverkaógnina. Erindið hefur verið birt í tímariti um alþjóðamál sem gefið er út í Tehran og í nýútkominni bók í Bandaríkjunum. Það heitir "The War on Terror: A Double Fraud Upon Humanity" og er birt á vefsíðu Elíasar www.aldeilis.net Elías er stofnandi íslensku 11. september hreyfingarinnar og vefstjóri evrópsku vefsíðu 11. september hreyfingarinnar. Sú hreyfing berst fyrir því að atburðirnir 11. september 2001 verði upplýstir að fullu. Munið: 17. mars á Akureyri! 19. mars í Reykjavík

Færslur

SHA_forsida_top

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Miðvikudagskvöldið 30. mars n.k. minnast hernaðarandstæðingar þess að Ísland gekk í Nató á þeim degi …

SHA_forsida_top

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga áttu fulltrúa á ráðstefnu Háskólans á Akureyri og utanríkisráðuneytisins um alþjóðamál um liðna …

SHA_forsida_top

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Samtök hernaðarandstæðinga láta ekki deigan síga þótt föstudaginn langa beri upp á síðasta föstudag mánaðarins. …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fór fram í dag. Fundurinn var afar líflegur og samþykkti fundurinn m.a. …

SHA_forsida_top

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundaglaðir friðarsinnar geta glaðst því tveir slíkir fundir eru framundan. Sunnudaginn 6. mars kl. 14 …

SHA_forsida_top

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Líbíu. …

SHA_forsida_top

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Vegna fregna af mögulegri brottvísun hælisleitenda sem flúið hafa land sitt eftir að hafa neitað …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður föstudaginn 26. febrúar. Kokkar eru Lára Jóna, Þorvaldur og Alvin - sem …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2016 verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 29. janúar n.k. Kokkarnir kvöldsins verða sómaparið …

SHA_forsida_top

Fyrsta stríðið?

Fyrsta stríðið?

Fornleifafræðingar í Kenýa hafa fundið á 10 þúsund ára gröf með líkum manna sem bera …

SHA_forsida_top

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga í kvöld. Samtök hernaðarandstæðinga fagna …

SHA_forsida_top

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Friðargönguræða - Ísafirði

Friðargönguræða - Ísafirði

Ég tel mig vita að það sé hefð fyrir því í friðargöngu að rifja upp …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Gengið …