BREYTA

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

waronterror Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, Hafnarstræti 98, Akureyri. Í tilefni af því að 19. mars er innrásin í Írak fjögurra ára heldur Elías Davíðsson erindi á vegum Samtaka hernaðrandstæðinga. Opið öllum. Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Titill erindisins er leiðandi og gefur í skyn að það sem fjölmiðlar segja um hryðjuverkaógnina geti verið ýkt eða tilbúið. Fyrst mun Elías sýna fram á, að barátta gegn hryðjuverkum er nú eitt af meginviðfangsefnum NATO og vestrænna ríkja á sviði öryggismála. Næst rýnir hann í forsendur þessa átaks, þ.e. hve umfangsmikil hryðjuverkaógnin sé. Hann mun greina milli tveggja flokka af hryðjuverkum, annars vegar raunverulegra hryðjuverka og hins vegar sviðsettra hryðjuverka. Að lokum mun Elías ræða um notagildi hryðjuverkaógnunarinnar fyrir stjórnun á samfélögum. Elías Davíðsson er kerfisfræðingur, forritari og tónlistarmaður, f. í Palestínu 1941, en hefur búið hér á landi frá 1962. Á liðnum árum hefur hann stundað rannsóknir á sviði þjóðaréttar og mannréttinda, m.a. um hryðjuverk, þ.m.t. atburðina 11. september 2001 og hryðjuverkin í London og Madrid. Árið 2005 flutti hann erindi á alþjóðlegri ráðstefnu lýðræðissinnaðra lögfræðinga í París, um hryðjuverkaógnina. Erindið hefur verið birt í tímariti um alþjóðamál sem gefið er út í Tehran og í nýútkominni bók í Bandaríkjunum. Það heitir "The War on Terror: A Double Fraud Upon Humanity" og er birt á vefsíðu Elíasar www.aldeilis.net Elías er stofnandi íslensku 11. september hreyfingarinnar og vefstjóri evrópsku vefsíðu 11. september hreyfingarinnar. Sú hreyfing berst fyrir því að atburðirnir 11. september 2001 verði upplýstir að fullu. Munið: 17. mars á Akureyri! 19. mars í Reykjavík

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasakí þann 9. ágúst árið 1945. Þremur dögum fyrr …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Kæru félagar Ég er að safna sendiráðum. Hef enga tölu á þeim fjölda skipta sem …

SHA_forsida_top

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Færeyskir hernaðarandstæðingar efna til mótmæla í Þórshöfn vegna áforma um að reisa á ný …

SHA_forsida_top

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktun um vígbúnað á norðurslóðum Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021, varar við …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Miðvikudaginn 9. júní kl. 20:00 verður Valur Gunnarsson sagnfræðingur með fræðslufund í …

SHA_forsida_top

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Á landsfundi SHA mætti góður gestur, í gegnum fjarfundarbúnað þó. Það var Högni Höydal leiðtogi …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Stöðvum vígvæðingu norðurslóða Í kvöld, 19. maí, munu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands setjast …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 29. maí

Landsfundur SHA 29. maí

Vegna samkomutakmarkanna neyddumst við til þess að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað

Landsfundi frestað

Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram á …

SHA_forsida_top

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur SHA verður í Friðarhúsi laugardaginn 27. mars n.k. Dagskrá er eftirfarandi: …

SHA_forsida_top

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Í tilefni af því að Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum hefur tekið gildi, …

SHA_forsida_top

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að ekki sé kostur á því að halda Friðargönguna að þessu …

SHA_forsida_top

Dagfari 2020

Dagfari 2020

Dagfari er kominn út og má lesa hér fyrir neðan. Hann er að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Í ágústmánuði síðastliðnum tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún hefði varið níu milljörðum Bandaríkjadala til þróunar á …