BREYTA

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

waronterror Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, Hafnarstræti 98, Akureyri. Í tilefni af því að 19. mars er innrásin í Írak fjögurra ára heldur Elías Davíðsson erindi á vegum Samtaka hernaðrandstæðinga. Opið öllum. Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Titill erindisins er leiðandi og gefur í skyn að það sem fjölmiðlar segja um hryðjuverkaógnina geti verið ýkt eða tilbúið. Fyrst mun Elías sýna fram á, að barátta gegn hryðjuverkum er nú eitt af meginviðfangsefnum NATO og vestrænna ríkja á sviði öryggismála. Næst rýnir hann í forsendur þessa átaks, þ.e. hve umfangsmikil hryðjuverkaógnin sé. Hann mun greina milli tveggja flokka af hryðjuverkum, annars vegar raunverulegra hryðjuverka og hins vegar sviðsettra hryðjuverka. Að lokum mun Elías ræða um notagildi hryðjuverkaógnunarinnar fyrir stjórnun á samfélögum. Elías Davíðsson er kerfisfræðingur, forritari og tónlistarmaður, f. í Palestínu 1941, en hefur búið hér á landi frá 1962. Á liðnum árum hefur hann stundað rannsóknir á sviði þjóðaréttar og mannréttinda, m.a. um hryðjuverk, þ.m.t. atburðina 11. september 2001 og hryðjuverkin í London og Madrid. Árið 2005 flutti hann erindi á alþjóðlegri ráðstefnu lýðræðissinnaðra lögfræðinga í París, um hryðjuverkaógnina. Erindið hefur verið birt í tímariti um alþjóðamál sem gefið er út í Tehran og í nýútkominni bók í Bandaríkjunum. Það heitir "The War on Terror: A Double Fraud Upon Humanity" og er birt á vefsíðu Elíasar www.aldeilis.net Elías er stofnandi íslensku 11. september hreyfingarinnar og vefstjóri evrópsku vefsíðu 11. september hreyfingarinnar. Sú hreyfing berst fyrir því að atburðirnir 11. september 2001 verði upplýstir að fullu. Munið: 17. mars á Akureyri! 19. mars í Reykjavík

Færslur

SHA_forsida_top

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Góðir tilheyrendur. Stundum er hugtökum best lýst með andstæðum eða andheitum sínum. Andstæða ljóss er …

SHA_forsida_top

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð háskólanema í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir hernaðarandstæðingar standa fyrir friðargöngum á Þorláksmessu líkt og undanfarin ár. Í Reykjavík verður gengið …

SHA_forsida_top

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í …

SHA_forsida_top

Bulletin á netinu

Bulletin á netinu

Bulletin of the Atomic Scientists er líklega kunnasta og virtasta tímarit heims á sviði afvopnunarmála. …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra Íslands var á annasömu ferðalagi í byrjun desember. Dagana 4. til 5. desember sat …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Hin árvissa bókmenntakynning MFÍK verður haldin laugardaginn 13. des. n.k. kl. 14 í MÍR-salnum Hverfisgötu …

SHA_forsida_top

Glæsileg menningardagskrá

Glæsileg menningardagskrá

Það verður boðið upp á vandaða menningardagskrá á fjáröflunarmálsverði og fullveldishátíð SHA n.k. föstudag (sjá …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Vísindaferð SHA

Vísindaferð SHA

Háskólastúdentar í vísindaferð í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Í dag, 17. nóvember, var í níunda sinn lagt fram á Alþingi frumvarp um friðlýsingu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Nú miðnefnd SHA var kjörinn á landsráðstefnu þann 15. nóvember. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktun landsráðstefnu SHA, 15. nóvember 2008, um málefni Atlantshafsbandalagsins: Næstkomandi vor verða liðin 60 ár …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktun um breskar herþotur og "loftrýmisgæslu": Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 15. nóvember, fagnar því …