BREYTA

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

waronterror Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, Hafnarstræti 98, Akureyri. Í tilefni af því að 19. mars er innrásin í Írak fjögurra ára heldur Elías Davíðsson erindi á vegum Samtaka hernaðrandstæðinga. Opið öllum. Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Titill erindisins er leiðandi og gefur í skyn að það sem fjölmiðlar segja um hryðjuverkaógnina geti verið ýkt eða tilbúið. Fyrst mun Elías sýna fram á, að barátta gegn hryðjuverkum er nú eitt af meginviðfangsefnum NATO og vestrænna ríkja á sviði öryggismála. Næst rýnir hann í forsendur þessa átaks, þ.e. hve umfangsmikil hryðjuverkaógnin sé. Hann mun greina milli tveggja flokka af hryðjuverkum, annars vegar raunverulegra hryðjuverka og hins vegar sviðsettra hryðjuverka. Að lokum mun Elías ræða um notagildi hryðjuverkaógnunarinnar fyrir stjórnun á samfélögum. Elías Davíðsson er kerfisfræðingur, forritari og tónlistarmaður, f. í Palestínu 1941, en hefur búið hér á landi frá 1962. Á liðnum árum hefur hann stundað rannsóknir á sviði þjóðaréttar og mannréttinda, m.a. um hryðjuverk, þ.m.t. atburðina 11. september 2001 og hryðjuverkin í London og Madrid. Árið 2005 flutti hann erindi á alþjóðlegri ráðstefnu lýðræðissinnaðra lögfræðinga í París, um hryðjuverkaógnina. Erindið hefur verið birt í tímariti um alþjóðamál sem gefið er út í Tehran og í nýútkominni bók í Bandaríkjunum. Það heitir "The War on Terror: A Double Fraud Upon Humanity" og er birt á vefsíðu Elíasar www.aldeilis.net Elías er stofnandi íslensku 11. september hreyfingarinnar og vefstjóri evrópsku vefsíðu 11. september hreyfingarinnar. Sú hreyfing berst fyrir því að atburðirnir 11. september 2001 verði upplýstir að fullu. Munið: 17. mars á Akureyri! 19. mars í Reykjavík

Færslur

SHA_forsida_top

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

Dómsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina frumvarp til breytinga á lögreglulögunum. Ráðherrann lýsir því svo á …

SHA_forsida_top

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Frá friðarráðstefnu í Yokohama í Japan 24.-25. nóvember 2005 Okkur hefur borist skýrsla um …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

Viðræðum um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er nú lokið í bili án þess að niðurstaða …

SHA_forsida_top

Gylfi Gíslason myndlistarmaður látinn

Gylfi Gíslason myndlistarmaður látinn

Gylfi Gíslason myndlistarmaður er látinn. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu.

SHA_forsida_top

Opið hús í Friðarhúsi

Opið hús í Friðarhúsi

Heitt á könnunni í Friðarhúsi frá kl. 20. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Gegn Íraksstríðinu 18. mars – og aftur 29. apríl!

Gegn Íraksstríðinu 18. mars – og aftur 29. apríl!

Friðarhreyfingar um allan heim vinna nú á fullu við að undirbúa mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-19. …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

27. janúar sl. voru liðin 10 ár frá því að Frakkar hættu að tilraunum sínum …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

MFÍK skipuleggur undirbúning fundar vegna 8. mars.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Eins og komið hefur fram hér á síðunni er Alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum …

SHA_forsida_top

Tilvitnun dagsins

Tilvitnun dagsins

„Ég hef margsagt það í ræðustól á þessu þingi: Íslensk stjórnvöld fordæma ólöglega meðferð á …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. mars og hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars

Undirbúningur fyrir 8. mars

Undirbúningsfundur fyrir samkomu á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8.mars.

SHA_forsida_top

Stöðvum hernám Íraks!

Stöðvum hernám Íraks!

Ákall um andóf gegn hernámi Íraks Nýlega sendi hópur fólks frá 16 löndum frá …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðirnir í Friðarhúsi, sem að jafnaði eru haldnir fjórða föstudag í mánuði, hafa rækilega slegið …