BREYTA

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með talið ratsjárstöðva NATO á Íslandi. 2. Þátttaka í loftrýmiseftirliti sem erlendir flugherir hafa sinnt. Hvaðan skyldum við Íslendingar eiga von á loftárásum? Væri ekki gott að vita það áður en við förum að leggja stórfé í loftvarnir? 3. Rekstur öryggissvæða í eigu ríkisins og NATO. Hvaða svæði eru það og hvaða öryggi eiga þau að veita okkur Íslendingum? 4. Undirbúningur og umsjón varnaræfinga. Hver er óvinur okkar sem við þurfum að verjast? Er ekki betra að vita það fyrst? 5. Rekstur gagnatenginga við upplýsingakerfi NATO og úrvinnsla upplýsinga. Hvaða gagnlegar upplýsingar kynni það að geta veitt okkur? 6. Þátttaka í hernaðarstarfi NATO. Hversvegna ættum við Íslendingar að taka þátt í morðum NATO á fátæku fólki í fjarlægum löndum? Eigum við eitthvað sökótt við það fólk? Eru ekki frumstæðustu mannréttindi hvers manns á jörðinni rétturinn til lífs? Meðal annarra orða, hversvegna eigum við að vera í NATO? 7. Verkefni tengt varnarsamningi. Sé átt við varnarsamninginn við Bandaríkin hlýtur að vera augljóst að honum verður að segja upp þar sem Rússagrýlan er fallin frá og við höfum ekki orðið okkur úti um annan óvin í hennar stað að því er best er vitað. Eða er annar í sigtinu og þá hver? 8. Samskipti við erlend stjórnvöld og stofnanir á sviði varnarmála. Hvaða samskipti eru það sem sendiherrastóðið getur ekki annast eða eru þau þess eðlis að þau megi ekki falla niður? Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja verður ekki séð að neitt af þessum verkefnum séu nauðsynleg fyrir okkur Íslendinga. Þessvegna þarf að leggja þau öll niður og spara þannig stórfé til þarfari málaflokka. Fyrir þá fáu einstaklinga sem eru svo hræddir við ímyndaðan óvin að það stendur þeim fyrir svefni hlýtur heilbrigðisþjónustan að eiga einhver ódýr ráð til úrbóta. Sigurður Flosason, gjaldkeri SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, náðist samkomulag milli Bandaríkjanna og Póllands um að setja upp …

SHA_forsida_top

Minningar frá Hiroshima

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á Akureyri stóð Samstarfshópur um frið (SHA og ÆSKÞ) að kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flutti ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst. Það fylgir hér …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Munið kertafleytingarnar á Reykjavíkurtjörn miðvikudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30 og á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst …

SHA_forsida_top

Munu þeir ráðast á Íran?

Munu þeir ráðast á Íran?

Í dag, 2. ágúst, eru mótmælaaðgerðir víðsvegar um Bandaríkin gegn hugsanlegri innrás í Íran. …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst

Kertafleyting 6. ágúst

Veggspjöld til útprentunar (pdf): Kertafleyting 2008

SHA_forsida_top

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Samarendra Das er inverskur rithöfundur, kvikmyndagerðamaður og aktívisti, sem berst gegn menningarlegum þjóðarmorðum í þriðja …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Ál og hergagnaframleiðsla.

SHA_forsida_top

Friðflytjendur í Sundahöfn

Friðflytjendur í Sundahöfn

Greinin birtist í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 16. júlí. Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí …

SHA_forsida_top

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu, en er hér óstytt. Fyrir fjörutíu árum var svokölluð viðreisnarstjórn …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Undirskriftasöfnun gegn gagnflaugastöð í Tékklandi Lauslega þýðing yfirlýsingarinnar sem skrifað er undir: „Ég …

SHA_forsida_top

30. mars 1949

30. mars 1949

Eftirfarandi grein Jóns Böðvarssonar og Þorvarðar Helgasonar birtist í Morgunblaðinu 26. júní 2008. Við leyfum …