BREYTA

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með talið ratsjárstöðva NATO á Íslandi. 2. Þátttaka í loftrýmiseftirliti sem erlendir flugherir hafa sinnt. Hvaðan skyldum við Íslendingar eiga von á loftárásum? Væri ekki gott að vita það áður en við förum að leggja stórfé í loftvarnir? 3. Rekstur öryggissvæða í eigu ríkisins og NATO. Hvaða svæði eru það og hvaða öryggi eiga þau að veita okkur Íslendingum? 4. Undirbúningur og umsjón varnaræfinga. Hver er óvinur okkar sem við þurfum að verjast? Er ekki betra að vita það fyrst? 5. Rekstur gagnatenginga við upplýsingakerfi NATO og úrvinnsla upplýsinga. Hvaða gagnlegar upplýsingar kynni það að geta veitt okkur? 6. Þátttaka í hernaðarstarfi NATO. Hversvegna ættum við Íslendingar að taka þátt í morðum NATO á fátæku fólki í fjarlægum löndum? Eigum við eitthvað sökótt við það fólk? Eru ekki frumstæðustu mannréttindi hvers manns á jörðinni rétturinn til lífs? Meðal annarra orða, hversvegna eigum við að vera í NATO? 7. Verkefni tengt varnarsamningi. Sé átt við varnarsamninginn við Bandaríkin hlýtur að vera augljóst að honum verður að segja upp þar sem Rússagrýlan er fallin frá og við höfum ekki orðið okkur úti um annan óvin í hennar stað að því er best er vitað. Eða er annar í sigtinu og þá hver? 8. Samskipti við erlend stjórnvöld og stofnanir á sviði varnarmála. Hvaða samskipti eru það sem sendiherrastóðið getur ekki annast eða eru þau þess eðlis að þau megi ekki falla niður? Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja verður ekki séð að neitt af þessum verkefnum séu nauðsynleg fyrir okkur Íslendinga. Þessvegna þarf að leggja þau öll niður og spara þannig stórfé til þarfari málaflokka. Fyrir þá fáu einstaklinga sem eru svo hræddir við ímyndaðan óvin að það stendur þeim fyrir svefni hlýtur heilbrigðisþjónustan að eiga einhver ódýr ráð til úrbóta. Sigurður Flosason, gjaldkeri SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Erill á Menningarnótt

Erill á Menningarnótt

Það verður nóg á seyði hjá SHA á Menningarnótt í Reykjavík: Kl. 16:30 verður efnt …

SHA_forsida_top

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Stefán Pálsson stjórnar aðgerðum við norska sendiráðið Stefán Pálsson tekur fram gjafir til Norðmanna: bangsa, …

SHA_forsida_top

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Eftirfarandi ávörp voru afhent fulltrúum norskra, bandarískra, danskra og íslenskra stjórnvalda við mótmælaaðgerðir gegn heræfingum …

SHA_forsida_top

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Steinunn Þóra Árnadóttir flutti ræðu fyrir framan danska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á …

SHA_forsida_top

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Þorvaldur Þorvaldsson, fulltrúi í miðnefnd SHA, flutti ræðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í gær. Hún …

SHA_forsida_top

Ræða frá heræfingamótmælum

Ræða frá heræfingamótmælum

Garðar Stefánsson, róttæklingur og hagfræðinemi, flutti ræðustúf fyrir framan norska sendiráðið á mótmælum SHA í …

SHA_forsida_top

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

eftir Elías Davíðsson Reykjavík, 14. ágúst 2007 – Fjölmiðlar greindu í dag frá tvíþættum heræfingum, …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Safnast verður saman við norska sendiráðið (við Fjólugötu), þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17. Þaðan …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

SHA mótmæla heræfingum á Íslandi. Safnast saman við norska sendiráðið kl. 17.

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla yfirstandandi heræfingum hér á landi og þeirri stefnu íslenskra ráðamanna að gera …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Á Akureyri stóðu Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 fimmtudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Friður í okkar nafni

Friður í okkar nafni

Ávarp Gunnars Hersveins við kertafleytingu 9. ágúst 2007 í Reykjavík Enn fellur sprengja til …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting verður við Tjörnina í Reykjavík og við Minjasafnstjörnina á Akureyri fimmtudaginn 9.ágúst næstkomandi …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Friðarsinnar fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn kl. 22:30 til að minnast kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki.

SHA_forsida_top

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

Eftirfarandi grein birtist á vefriti Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 30. júlí Fram hefur komið í …