BREYTA

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með talið ratsjárstöðva NATO á Íslandi. 2. Þátttaka í loftrýmiseftirliti sem erlendir flugherir hafa sinnt. Hvaðan skyldum við Íslendingar eiga von á loftárásum? Væri ekki gott að vita það áður en við förum að leggja stórfé í loftvarnir? 3. Rekstur öryggissvæða í eigu ríkisins og NATO. Hvaða svæði eru það og hvaða öryggi eiga þau að veita okkur Íslendingum? 4. Undirbúningur og umsjón varnaræfinga. Hver er óvinur okkar sem við þurfum að verjast? Er ekki betra að vita það fyrst? 5. Rekstur gagnatenginga við upplýsingakerfi NATO og úrvinnsla upplýsinga. Hvaða gagnlegar upplýsingar kynni það að geta veitt okkur? 6. Þátttaka í hernaðarstarfi NATO. Hversvegna ættum við Íslendingar að taka þátt í morðum NATO á fátæku fólki í fjarlægum löndum? Eigum við eitthvað sökótt við það fólk? Eru ekki frumstæðustu mannréttindi hvers manns á jörðinni rétturinn til lífs? Meðal annarra orða, hversvegna eigum við að vera í NATO? 7. Verkefni tengt varnarsamningi. Sé átt við varnarsamninginn við Bandaríkin hlýtur að vera augljóst að honum verður að segja upp þar sem Rússagrýlan er fallin frá og við höfum ekki orðið okkur úti um annan óvin í hennar stað að því er best er vitað. Eða er annar í sigtinu og þá hver? 8. Samskipti við erlend stjórnvöld og stofnanir á sviði varnarmála. Hvaða samskipti eru það sem sendiherrastóðið getur ekki annast eða eru þau þess eðlis að þau megi ekki falla niður? Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja verður ekki séð að neitt af þessum verkefnum séu nauðsynleg fyrir okkur Íslendinga. Þessvegna þarf að leggja þau öll niður og spara þannig stórfé til þarfari málaflokka. Fyrir þá fáu einstaklinga sem eru svo hræddir við ímyndaðan óvin að það stendur þeim fyrir svefni hlýtur heilbrigðisþjónustan að eiga einhver ódýr ráð til úrbóta. Sigurður Flosason, gjaldkeri SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Öryggisvottorð í þágu NATO

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um …

SHA_forsida_top

Húsin á heiðinni

Húsin á heiðinni

Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi …

SHA_forsida_top

Kannski getum við gert upp sakirnar

Kannski getum við gert upp sakirnar

Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest …

SHA_forsida_top

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Í þættinum Morgunhaninn á Útvarp Sögu 30. nóvember ræddi Jóhann Haukson við Vigfús Geirdal sagnfræðing …

SHA_forsida_top

Baráttan heldur áfram!

Baráttan heldur áfram!

Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom …

SHA_forsida_top

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.skjalasafn.is/index.php?node=534

SHA_forsida_top

Staðið á blístri - legið á hleri

Staðið á blístri - legið á hleri

N.k. föstudagskvöld verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Matseðillinn er að vanda glæsilegur: Kjúklingasalat með austurlensku …

SHA_forsida_top

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélagsins að Njálsgötu 87 verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Bókasafn Andspyrnu heldur rokktónleika í Friðarhúsi kl. 19-21.

SHA_forsida_top

NATO er ekki friðarbandalag

NATO er ekki friðarbandalag

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 21. október 2006. Þar hafði slæðst inn ein …

SHA_forsida_top

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

eftir Einar Ólafsson Prentvæn útgáfa Ný heimskipan: alger yfirráð Bandaríkjanna „Áður en Japanir …

SHA_forsida_top

Stríðið í Afganistan

Stríðið í Afganistan

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist einnig á vefritinu MIR.IS. Í Afganistan ríkir enginn …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Í kvöld er Friðarhús í útláni.

SHA_forsida_top

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri …