BREYTA

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með talið ratsjárstöðva NATO á Íslandi. 2. Þátttaka í loftrýmiseftirliti sem erlendir flugherir hafa sinnt. Hvaðan skyldum við Íslendingar eiga von á loftárásum? Væri ekki gott að vita það áður en við förum að leggja stórfé í loftvarnir? 3. Rekstur öryggissvæða í eigu ríkisins og NATO. Hvaða svæði eru það og hvaða öryggi eiga þau að veita okkur Íslendingum? 4. Undirbúningur og umsjón varnaræfinga. Hver er óvinur okkar sem við þurfum að verjast? Er ekki betra að vita það fyrst? 5. Rekstur gagnatenginga við upplýsingakerfi NATO og úrvinnsla upplýsinga. Hvaða gagnlegar upplýsingar kynni það að geta veitt okkur? 6. Þátttaka í hernaðarstarfi NATO. Hversvegna ættum við Íslendingar að taka þátt í morðum NATO á fátæku fólki í fjarlægum löndum? Eigum við eitthvað sökótt við það fólk? Eru ekki frumstæðustu mannréttindi hvers manns á jörðinni rétturinn til lífs? Meðal annarra orða, hversvegna eigum við að vera í NATO? 7. Verkefni tengt varnarsamningi. Sé átt við varnarsamninginn við Bandaríkin hlýtur að vera augljóst að honum verður að segja upp þar sem Rússagrýlan er fallin frá og við höfum ekki orðið okkur úti um annan óvin í hennar stað að því er best er vitað. Eða er annar í sigtinu og þá hver? 8. Samskipti við erlend stjórnvöld og stofnanir á sviði varnarmála. Hvaða samskipti eru það sem sendiherrastóðið getur ekki annast eða eru þau þess eðlis að þau megi ekki falla niður? Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja verður ekki séð að neitt af þessum verkefnum séu nauðsynleg fyrir okkur Íslendinga. Þessvegna þarf að leggja þau öll niður og spara þannig stórfé til þarfari málaflokka. Fyrir þá fáu einstaklinga sem eru svo hræddir við ímyndaðan óvin að það stendur þeim fyrir svefni hlýtur heilbrigðisþjónustan að eiga einhver ódýr ráð til úrbóta. Sigurður Flosason, gjaldkeri SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Að finna Mefistófeles

Að finna Mefistófeles

Ármann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. …

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin milli kl. 11 og 15. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Það er gleðiefni fyrir friðarsinna að nú skuli loksins vera fáanleg á ný skáldsagan Blómin …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Þorláksmessuganga undirbúin

Þorláksmessuganga undirbúin

Samstarfshópur friðarhreyfinga mun að venju standa fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Aðgerð þessi er …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga heldur undirbúningsfund vegna friðargöngu á Þorláksmessu 2005 í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 20 …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Það er markmið margra í lífinu að skrá hitt og þetta á spjöld sögunnar. Á …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Herstöðvaandstæðingar taka til í skiltageymslunni, mála ný kröfuspjöld en endurnýja önnur. Hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Það er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um …

SHA_forsida_top

Spurningakeppni friðarsinnans

Spurningakeppni friðarsinnans

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og …