BREYTA

Eru menn gengnir af göflunum?

Norsk soldatFregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita samkomulag á sviði varnar- og öryggismála, sem í stuttu máli felur í sér heimildir norska hersins til yfirflugs og æfinga á íslensku landi. Tímasetningin er engin tilviljun. Greinilegt er að Framsóknarmenn álíta að seta þeirra á valdastólum sé senn á enda og vilja festa Ísland í hernaðarsamstarfi við annað ríki hálfum mánuði áður en þjóðin gengur til kosninga. Gerningur þessi er eins fráleitur og hann er ólýðræðislegur. Eins og fram kemur í norskum fjölmiðlum og sagt er frá í Morgunblaðinu, er tekið fram að samkomulagið verði aðeins í gildi á friðartímum. Sú var tíðin að stuðningsmenn hersetunnar létu í það skína að vera hersins væri tímabundin nauðsyn og hér skyldi ekki vera her á friðartímum. Nú hefur ríkisstjórnin haft endaskipti á hlutum og boðar að hér skuli vera her á friðartímum einvörðungu! Er nema von þótt gárungar spyrji hvort næst verði ekki samið við norska slökkviliðið um að samstarf – þangað til að kviknar í? Þótt fréttaflutningur þessi sé í aðra röndina broslegur, er hér um grafalvarlegt mál að ræða. Íslenskir ráðamenn eru farnir að líta svo á að hernaðarstarfsemi hér á landi sé orðin markmið í sjálfu sér. Fregnirnar af samkomulaginu við Norðmenn eru með öllu órökréttar, nema í því ljósi að ætlunin sé að norski herinn eigi að hjálpa til við að koma upp íslenskum her. Gegn þessu verða íslenskir hernaðarandstæðingar að berjast með ráðum og dáð. Burt með ríkisstjórnina! Enga herstöðvasamninga við Norðmenn eða aðrar ríkisstjórnir! Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Af vörnum landsins

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að …

SHA_forsida_top

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

Pólitísk listahátíð 19.-22. júní Í dag, 19. júní, hefst pólitísk listahátíð í Reykjavík, þar sem …

SHA_forsida_top

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Næstkomandi sunnudag, 22. júní, verður alþjóðlegt átak til stuðnings baráttunni gegn fyrirhugaðri uppsetningu gagneldflauga í …

SHA_forsida_top

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Eftirfarandi grein Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns birtist í Morgunblaðinu 11. júní 2008. Í tilefni þess …

SHA_forsida_top

„Það er okkar að skrifa söguna“

„Það er okkar að skrifa söguna“

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2008. Undir þessari fyrirsögn skrifaði Ingibjörg …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

eftir Einar Ólafsson Í Morgunblaðinu 3. júní birtist grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, undir …

SHA_forsida_top

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Aðfararnótt föstudagsins 30. maí samþykkti Alþingi einum rómi eftirfarandi ályktun: Alþingi fordæmir ómannúðlega meðferð á …

SHA_forsida_top

Píningarbekkur á Austurvelli

Píningarbekkur á Austurvelli

Á morgun, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Matseðillinn: …

SHA_forsida_top

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanleg til Íslands næstkomandi föstudag til fundar við utanríkisráðherra Íslands, …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Guðrún …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, húsið opnar 18:30.

SHA_forsida_top

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

SHA_forsida_top

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Samtökin "Matur ekki einkaþotur" gefa mat á Lækjartorgi klukkan 14 alla laugardaga. Þessi samtök, sem …