BREYTA

Eru menn gengnir af göflunum?

Norsk soldatFregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita samkomulag á sviði varnar- og öryggismála, sem í stuttu máli felur í sér heimildir norska hersins til yfirflugs og æfinga á íslensku landi. Tímasetningin er engin tilviljun. Greinilegt er að Framsóknarmenn álíta að seta þeirra á valdastólum sé senn á enda og vilja festa Ísland í hernaðarsamstarfi við annað ríki hálfum mánuði áður en þjóðin gengur til kosninga. Gerningur þessi er eins fráleitur og hann er ólýðræðislegur. Eins og fram kemur í norskum fjölmiðlum og sagt er frá í Morgunblaðinu, er tekið fram að samkomulagið verði aðeins í gildi á friðartímum. Sú var tíðin að stuðningsmenn hersetunnar létu í það skína að vera hersins væri tímabundin nauðsyn og hér skyldi ekki vera her á friðartímum. Nú hefur ríkisstjórnin haft endaskipti á hlutum og boðar að hér skuli vera her á friðartímum einvörðungu! Er nema von þótt gárungar spyrji hvort næst verði ekki samið við norska slökkviliðið um að samstarf – þangað til að kviknar í? Þótt fréttaflutningur þessi sé í aðra röndina broslegur, er hér um grafalvarlegt mál að ræða. Íslenskir ráðamenn eru farnir að líta svo á að hernaðarstarfsemi hér á landi sé orðin markmið í sjálfu sér. Fregnirnar af samkomulaginu við Norðmenn eru með öllu órökréttar, nema í því ljósi að ætlunin sé að norski herinn eigi að hjálpa til við að koma upp íslenskum her. Gegn þessu verða íslenskir hernaðarandstæðingar að berjast með ráðum og dáð. Burt með ríkisstjórnina! Enga herstöðvasamninga við Norðmenn eða aðrar ríkisstjórnir! Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Okkur hefur borist yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar sem lauk 26. mars og getið var hér. …

SHA_forsida_top

Nú er lag

Nú er lag

Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fagnar fregnum af fyrirhugaðri brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Sagan hefur þegar …

SHA_forsida_top

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í heimsókn í Bretlandi. Ekki verður sagt að henni …

SHA_forsida_top

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir var í Friðarhúsi að kvöldi 30. mars og var haft að orði að ekki …

SHA_forsida_top

Nýtt efni á Friðarvefnum

Nýtt efni á Friðarvefnum

Ályktun frá SHA Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars Ályktun þingflokks VG um …

SHA_forsida_top

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: 30. mars 2006 Það …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Fundurinn er öllum opinn.

SHA_forsida_top

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Þingmaður heimsækir Alcoa John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er …

SHA_forsida_top

30. mars

30. mars

Þann 30. mars 1949 var innganga Íslands í NATO samþykkt á Alþingi. Friðarsinnar hafa upp …

SHA_forsida_top

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Nú um helgina, 23.-26. mars, var haldin fjórða Kaíró-ráðstefnan. Þessar ráðstefnur hafa verið haldnar árlega …

SHA_forsida_top

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Ein af þversögnum nútímafjölmiðla er sú staðreynd að þótt fréttatímum og umræðuþáttum um þjóðmál fjölgi …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Þegar við fögnum því að herinn sé líklega á förum er rétt að hafa í …

SHA_forsida_top

Fundur í stjórn Friðarhúss

Fundur í stjórn Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar. Á dagskrá er m.a. undirbúningur aðalfundar.