BREYTA

Þétt dagskrá framundan

keflavikurgangaÞað er margt á döfinni hjá hernaðarandstæðingum næstu daga. Dagskráin hefst föstudagskvöldið 26. mars með fjáröflunarmálsverði Friðarhúss. Borðhald hefst að venju kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Matseldin verður í höndum Unnar Jónsdóttur & sona og er óðum að komast mynd á matseðilinn: * Kjúklingaréttur með frönsku ívafi * Hrísgrjón, salat og brauð * Grænmetisréttur verkalýðsins Verð kr. 1.500. Allir velkomnir. * * * Sunnudaginn 28. mars kl. 14 verður svo aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. haldinn í húsi félagsins. Kjörin verður stjórn, farið yfir reikninga og samþykkt starfsáætlun ásamt öðrum hefðbundnum aðalfundarstörfum. Fundurinn telst ekki löglegur nema eigendur helmings hlutafjár í félaginu mæti á hann eða sendi fulltrúa sinn. Því eru hluthafar sem ekki sjá fram á að komast eindregið hvattir til að veita öðrum umboð. Það má t.d. gera með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is * * * Þriðjudaginn 30. mars kl. 17 bjóða Samtök hernaðarandstæðinga svo til sýningaropnunar í Þjóðarbókhlöðunni. Þá verður formlega sett sýning um sögu Keflavíkurganga, en fimmtíu ár verða í sumar frá fyrstu göngunni. Sýningin er full af fróðleik og dregur upp mynd af eðli og þróun friðarbaráttunnar á Íslandi um margra áratuga skeið. Hernaðarandstæðingar eru hvattir til að mæta á opnunina og/eða kynna sér sýninguna á næstu vikum.

Færslur

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktun um brottför hersins

Ályktun um brottför hersins

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að …

SHA_forsida_top

Íslendingar hafni pyntingum

Íslendingar hafni pyntingum

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn stríðsæsingum

Ályktun gegn stríðsæsingum

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga var kjörin á landsráðstefnu hinn 5. nóvember 2005. Hana skipa: Aðalmenn: Bergljót …

SHA_forsida_top

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Sagan

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki …

SHA_forsida_top

Lög SHA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum …

SHA_forsida_top

Um SHA

Um SHA

Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu …

SHA_forsida_top

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari er nafnið á tímariti og fréttabréfi Samtaka hernaðarandstæðinga. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur SHA

Opinn miðnefndarfundur SHA

Friðarsinnar eru nú farnir að geta gengið að því vísu að haldnir séu fundir í …