BREYTA

Þétt dagskrá framundan

keflavikurgangaÞað er margt á döfinni hjá hernaðarandstæðingum næstu daga. Dagskráin hefst föstudagskvöldið 26. mars með fjáröflunarmálsverði Friðarhúss. Borðhald hefst að venju kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Matseldin verður í höndum Unnar Jónsdóttur & sona og er óðum að komast mynd á matseðilinn: * Kjúklingaréttur með frönsku ívafi * Hrísgrjón, salat og brauð * Grænmetisréttur verkalýðsins Verð kr. 1.500. Allir velkomnir. * * * Sunnudaginn 28. mars kl. 14 verður svo aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. haldinn í húsi félagsins. Kjörin verður stjórn, farið yfir reikninga og samþykkt starfsáætlun ásamt öðrum hefðbundnum aðalfundarstörfum. Fundurinn telst ekki löglegur nema eigendur helmings hlutafjár í félaginu mæti á hann eða sendi fulltrúa sinn. Því eru hluthafar sem ekki sjá fram á að komast eindregið hvattir til að veita öðrum umboð. Það má t.d. gera með því að senda póst á netfangið sha@fridur.is * * * Þriðjudaginn 30. mars kl. 17 bjóða Samtök hernaðarandstæðinga svo til sýningaropnunar í Þjóðarbókhlöðunni. Þá verður formlega sett sýning um sögu Keflavíkurganga, en fimmtíu ár verða í sumar frá fyrstu göngunni. Sýningin er full af fróðleik og dregur upp mynd af eðli og þróun friðarbaráttunnar á Íslandi um margra áratuga skeið. Hernaðarandstæðingar eru hvattir til að mæta á opnunina og/eða kynna sér sýninguna á næstu vikum.

Færslur

SHA_forsida_top

Fótbolti í friðarhúsi

Fótbolti í friðarhúsi

HM í knattspyrnu stendur nú sem hæst. Ákveðið hefur verið að allir leikir keppninnar frá …

SHA_forsida_top

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Þann 19. júní 1960 var í fyrsta sinn efnt til Keflavíkurgöngu frá hlið herstöðvarinnar á …

SHA_forsida_top

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagskráin á 1.maí

Dagskráin á 1.maí

Fyrsti maí er alltaf stór dagur hjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Hið víðfræga morgunkaffi SHA verður haldið …

SHA_forsida_top

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Fregnir frá hernumdu svæðunum - rabbfundur SHA um Palestínu og Ísrael Miðvikudagskvöldið 28. apríl …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1.maí.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA_forsida_top

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA, 1.maí.

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur fjallar um líf og reynslu flóttamanna út frá ljósmyndasýningunni heima - heiman …

SHA_forsida_top

Athyglisverð könnun

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

SHA_forsida_top

Ólýsanleg grimmd

Ólýsanleg grimmd

Upptakan af drápum bandaríska hersins á íröskum borgurum sem birt var um helgina á uppljóstraravefnum …

SHA_forsida_top

Þétt dagskrá framundan

Þétt dagskrá framundan

Það er margt á döfinni hjá hernaðarandstæðingum næstu daga. Dagskráin hefst föstudagskvöldið 26. mars með …