BREYTA

Evrópa án kjarnavopna

europeforpeace Undanfarið hafa borast fréttir af uppsetningu gagnflaugakerfis í Evrópu á vegum Bandaríkjanna. Þetta eru reyndar ekki nýjar fréttir, alllangt er síðan farið var að segja frá þessu hér á Friðarvefnum. Fyrirhugaðar eru gagneldflaugastöðvar í Póllandi og Tékklandi. Breska þingið ákvað nýlega að endurnýja Trident-eldflaugar sínar sem er ætlað að bera kjarnorkusprengjur. Enn eru Bandaríkjamenn með kjarnorkuvopn í ýmsum Evrópulöndum sem ekki eru skilgreind sem kjarnorkuveldi. NATO áskilur sér enn rétt til að beita kjarnavopnum. NATO hefur þanist út austurs á undanförnum árum og auk þess hafið ýmiskonar starfsemi utan Evrópu. Bandaríkjamenn hafa fengið hernaðaraðstöðu eða komið sér upp herstöðvum í löndum Austur-Evrópu og allt inn í Mið-Asíu. Rússar telja sér ógnað. Talað er um nýtt kalt stríð. Fjölmargir hafa orðið til að andæfa þessari þróun og m.a. var haldin alþjóðleg ráðstefna í Prag fyrir tæpum mánuði. Herferðin: Evrópa án kjarnavopna Nýlega var ýtt úr vör herferðinni Evrópa án kjarnavopna. Frumkvæði að þessari herferð hefur Húmanistahreyfingin í Evrópu. Ætlunin er að upplýsa og virkja almenning um þetta mikilvæga mál og fá svör þingmanna um afstöðu þeirra. Í yfirlýsingu í tenglsum við herferðina segir: „Við krefjumst þess að Evrópa taki afgerandi afstöðu með friði og mannlegri tilveru án ofbeldis. Við krefjumst eftirfarandi óafturkræfra aðgerða:
  • Evrópa án kjarnavopna: Fyrstu skrefin í alþjóðlegri kjarnorkuafvopnun, undir eftirliti Sameinuðu Þjóðanna, verði að fara fram á: Að Bandaríkin dragi til baka og eyði kjarnavopnabúnaði sem er í herstöðvum þeirra og NATO í Evrópu. Að Frakkar og Bretar eyði kjarnavopnabúrum sínum.
  • Lýst verði yfir ólögmæti kjarnavopna í samræmi við dómsorð Alþjóðadómstólsins frá 1996.
  • Ógilt verði hvers konar samkomulag um að koma á fót eða stækka herstöðvar erlendra ríkja á landssvæði Evrópu.
  • Evrópuríki afturkalli allan herafla sinn frá hersetnum landssvæðum.
  • Unnið verði að lausn deilumála með skoðanaskiptum og eftir diplómatískum leiðum.
Á götum stórborganna, í hverfunum, í smáborgum og þorpum Evrópu er eitthvað nýtt að verða til, - mjúk en voldug hljómhviða sem fer um eins og hvirfilbylur og býður öllu óréttlæti, fantaskap og ofbeldi byrginn. Vinir um alla Evrópu, við skulum skapa Evrópu friðarins með styrk þess sem ekki beitir ofbeldi.“ Yfirlýsingin í heild Nánari upplýsingar á vefsíðunni www.europeforpeace.eu

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ísland úr Nató! Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 2. apríl 2022, minnir á kröfuna …

SHA_forsida_top

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Í Dagfara síðasta haust var fjallað um viðveru B-2 sprengjuþota Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður

Marsmálsverður

Fjáröflunarmálsverðir SHA eru komnir á fulla ferð eftir Covid-truflanir síðustu missera. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 2. apríl kl. 11. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir innrás Rússa í Úkraínu sem hófst í morgun og gæti …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Fjáröflunarmálsverður SHA er snúinn aftur nú þegar aðstæður leyfa. Miðnefndarmeðlimirnir Þorvaldur og Lóa sjá …

SHA_forsida_top

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Friðvikudagar eru aftur komnir af stað með hækkandi sól. Daglega berast fréttir af …

SHA_forsida_top

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Frá árinu 1980 hafa andstæðingar stríðs og vígbúnaðar efnt til friðargöngu á Þorláksmessu. Þar hefur …

SHA_forsida_top

Bréf til þingheims

Bréf til þingheims

Eftirfarandi bréf var sent á nýkjörna þingmenn í desember til að kynna okkar málstað: …

SHA_forsida_top

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Kæri hernaðarandstæðingur Friðarganga á Þorláksmessu var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og hélst sú …

SHA_forsida_top

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Líklega kemur það fáum á óvart, en vegna samkomutakmarkanna er útilokað að halda fjölmenna mannfögnuði …

SHA_forsida_top

Lærdómurinn af Hiroshima

Lærdómurinn af Hiroshima

Stjörnufræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson ritar grein í Morgunblaðið þann 8. nóvember þar sem hann veltir því …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Miðnefnd SHA samþykkti í byrjun mánaðar að senda eftirfarandi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið vegna B-2 sprengjuþota …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður snýr aftur

Friðarmálsverður snýr aftur

Eftir langa bið snúa fjáröfnunarmálsverðir Friðarhús aftur. Föstudagskvöldið 24. september geta hernaðarandstæðingar komið …

SHA_forsida_top

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn …