BREYTA

Evrópa án kjarnavopna

europeforpeace Undanfarið hafa borast fréttir af uppsetningu gagnflaugakerfis í Evrópu á vegum Bandaríkjanna. Þetta eru reyndar ekki nýjar fréttir, alllangt er síðan farið var að segja frá þessu hér á Friðarvefnum. Fyrirhugaðar eru gagneldflaugastöðvar í Póllandi og Tékklandi. Breska þingið ákvað nýlega að endurnýja Trident-eldflaugar sínar sem er ætlað að bera kjarnorkusprengjur. Enn eru Bandaríkjamenn með kjarnorkuvopn í ýmsum Evrópulöndum sem ekki eru skilgreind sem kjarnorkuveldi. NATO áskilur sér enn rétt til að beita kjarnavopnum. NATO hefur þanist út austurs á undanförnum árum og auk þess hafið ýmiskonar starfsemi utan Evrópu. Bandaríkjamenn hafa fengið hernaðaraðstöðu eða komið sér upp herstöðvum í löndum Austur-Evrópu og allt inn í Mið-Asíu. Rússar telja sér ógnað. Talað er um nýtt kalt stríð. Fjölmargir hafa orðið til að andæfa þessari þróun og m.a. var haldin alþjóðleg ráðstefna í Prag fyrir tæpum mánuði. Herferðin: Evrópa án kjarnavopna Nýlega var ýtt úr vör herferðinni Evrópa án kjarnavopna. Frumkvæði að þessari herferð hefur Húmanistahreyfingin í Evrópu. Ætlunin er að upplýsa og virkja almenning um þetta mikilvæga mál og fá svör þingmanna um afstöðu þeirra. Í yfirlýsingu í tenglsum við herferðina segir: „Við krefjumst þess að Evrópa taki afgerandi afstöðu með friði og mannlegri tilveru án ofbeldis. Við krefjumst eftirfarandi óafturkræfra aðgerða:
  • Evrópa án kjarnavopna: Fyrstu skrefin í alþjóðlegri kjarnorkuafvopnun, undir eftirliti Sameinuðu Þjóðanna, verði að fara fram á: Að Bandaríkin dragi til baka og eyði kjarnavopnabúnaði sem er í herstöðvum þeirra og NATO í Evrópu. Að Frakkar og Bretar eyði kjarnavopnabúrum sínum.
  • Lýst verði yfir ólögmæti kjarnavopna í samræmi við dómsorð Alþjóðadómstólsins frá 1996.
  • Ógilt verði hvers konar samkomulag um að koma á fót eða stækka herstöðvar erlendra ríkja á landssvæði Evrópu.
  • Evrópuríki afturkalli allan herafla sinn frá hersetnum landssvæðum.
  • Unnið verði að lausn deilumála með skoðanaskiptum og eftir diplómatískum leiðum.
Á götum stórborganna, í hverfunum, í smáborgum og þorpum Evrópu er eitthvað nýtt að verða til, - mjúk en voldug hljómhviða sem fer um eins og hvirfilbylur og býður öllu óréttlæti, fantaskap og ofbeldi byrginn. Vinir um alla Evrópu, við skulum skapa Evrópu friðarins með styrk þess sem ekki beitir ofbeldi.“ Yfirlýsingin í heild Nánari upplýsingar á vefsíðunni www.europeforpeace.eu

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …