BREYTA

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

ESF 2006 Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí nk. En færri vita að hálfum mánuði fyrr, 4. til 7. maí, stendur líka mikið til í Aþenu. Þá verður fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - ESF) haldið þar. Síðast var þingið haldið í Lundúnum haustið 2004 og voru þá skráðir þátttakendur um 20 þúsund. Fyrsta evrópska þingið var í Flórens haustið 2002 og lauk því með gífurlega fjölmennri göngu gegn nýfrjálshyggjunni og hinni kapítalísku hnattvæðingu en einkum þó fyrirætlunum Bandaríkjanna um innrás í Írak, en talið er að um ein milljón manns hafi tekið þátt í þessari göngu, sem varð upphafið að hinum miklu mótmælaaðgerðum veturinn 2002-2003. Íslendingar hafa lítið gert af því að sækja þessi þing. Þó fóru nokkrir til Lundúna í fyrra og í síðustu viku, 16. febrúar, komu þau Halla Gunnarsdóttir, Alistair Ingi Grétarsson og Viðar Þorsteinsson í Friðarhúsið og sögðu frá ferðum sínum á Alþjóðlegu samfélagsþingin (World Social Forum) í Malí og Venesúela í janúar sl., en Halla hefur líka skrifað fróðlegar greinar í Morgunblaðið um ferð þeirra Alistairs til Malí. Um Evrópska samfélagsþingið í Flórens 2002 má lesa í grein Páls H. Hannessonar BSRB á lýðræðisvettvangi Evrópu og um þingið í Lundúnum haustið 2004 skrifaði Einar Ólafsson: Við viljum öðruvísi veröld: 20 þúsund manns á þriðja Evrópska sósíalfórum í Lundúnum. Upplýsingar um fyrirhugað þing í Aþenu má finna á vefsíðu ESF og sérstökum vef sem hefur verið settur upp í tilefni af þinginu.

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn Trident í Skotlandi - Fundur í Odda 5. ágúst

Baráttan gegn Trident í Skotlandi - Fundur í Odda 5. ágúst

Þrjátíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn. Að því tilefni hefur Samstarfshópur friðarhreyfinga …

SHA_forsida_top

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

 Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga: Miðausturlandastríðið sem staðið hefur sleitulítið frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða …

SHA_forsida_top

Innrásin í Sýrland

Innrásin í Sýrland

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um málefni Sýrlands. Aðsendar …

SHA_forsida_top

SHA og þjóðaröryggisstefnan

SHA og þjóðaröryggisstefnan

Um langt skeið hefur verið rætt um að samþykkja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og stóð vinna …

SHA_forsida_top

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Á dögunum var óskað eftir því að Samtök hernaðarandstæðinga veittu umsögn sína um frumvarp varðandi …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Miðvikudagskvöldið 29. apríl kl. 20 kemur miðnefnd SHA saman til reglulegs fundar í Friðarhúsi. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2015

1. maí kaffi SHA 2015

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Aprílmálsverður Friðarhúss, föstudaginn 24. nk., verður glæsilegur að vanda. Skagamaðurinn og pottahvíslarinn Geir Guðjónsson sér …

SHA_forsida_top

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Jón Karl Stefánsson, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa grein um upplýsingar úr Wikileaks um …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA um norrænt hernaðarbandalag

Ályktun SHA um norrænt hernaðarbandalag

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla harðlega að Ísland hafi ákveðið að ganga til samstarfs við Norðurlöndin um …

SHA_forsida_top

Ályktun um stríð í Jemen

Ályktun um stríð í Jemen

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á opnum miðnefndarfundi SHA 31. mars 2015. Samtök hernaðarandstæðinga fordæma …

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar SHA verður haldinn í Friðarhúsi þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 20. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður Friðarhúss

Marsmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK munu sjá um matseldina í næsta fjáröflunarmálsverði Friðarhúss föstudaginn 27. mars n.k. …

SHA_forsida_top

Nýr formaður SHA

Nýr formaður SHA

Þau tíðindi urðu á landsfundi SHA í Friðarhúsi þann 18. mars sl. að nýr formaður …