BREYTA

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

ESF 2006 Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí nk. En færri vita að hálfum mánuði fyrr, 4. til 7. maí, stendur líka mikið til í Aþenu. Þá verður fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - ESF) haldið þar. Síðast var þingið haldið í Lundúnum haustið 2004 og voru þá skráðir þátttakendur um 20 þúsund. Fyrsta evrópska þingið var í Flórens haustið 2002 og lauk því með gífurlega fjölmennri göngu gegn nýfrjálshyggjunni og hinni kapítalísku hnattvæðingu en einkum þó fyrirætlunum Bandaríkjanna um innrás í Írak, en talið er að um ein milljón manns hafi tekið þátt í þessari göngu, sem varð upphafið að hinum miklu mótmælaaðgerðum veturinn 2002-2003. Íslendingar hafa lítið gert af því að sækja þessi þing. Þó fóru nokkrir til Lundúna í fyrra og í síðustu viku, 16. febrúar, komu þau Halla Gunnarsdóttir, Alistair Ingi Grétarsson og Viðar Þorsteinsson í Friðarhúsið og sögðu frá ferðum sínum á Alþjóðlegu samfélagsþingin (World Social Forum) í Malí og Venesúela í janúar sl., en Halla hefur líka skrifað fróðlegar greinar í Morgunblaðið um ferð þeirra Alistairs til Malí. Um Evrópska samfélagsþingið í Flórens 2002 má lesa í grein Páls H. Hannessonar BSRB á lýðræðisvettvangi Evrópu og um þingið í Lundúnum haustið 2004 skrifaði Einar Ólafsson: Við viljum öðruvísi veröld: 20 þúsund manns á þriðja Evrópska sósíalfórum í Lundúnum. Upplýsingar um fyrirhugað þing í Aþenu má finna á vefsíðu ESF og sérstökum vef sem hefur verið settur upp í tilefni af þinginu.

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …