BREYTA

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

ESF 2006 Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí nk. En færri vita að hálfum mánuði fyrr, 4. til 7. maí, stendur líka mikið til í Aþenu. Þá verður fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - ESF) haldið þar. Síðast var þingið haldið í Lundúnum haustið 2004 og voru þá skráðir þátttakendur um 20 þúsund. Fyrsta evrópska þingið var í Flórens haustið 2002 og lauk því með gífurlega fjölmennri göngu gegn nýfrjálshyggjunni og hinni kapítalísku hnattvæðingu en einkum þó fyrirætlunum Bandaríkjanna um innrás í Írak, en talið er að um ein milljón manns hafi tekið þátt í þessari göngu, sem varð upphafið að hinum miklu mótmælaaðgerðum veturinn 2002-2003. Íslendingar hafa lítið gert af því að sækja þessi þing. Þó fóru nokkrir til Lundúna í fyrra og í síðustu viku, 16. febrúar, komu þau Halla Gunnarsdóttir, Alistair Ingi Grétarsson og Viðar Þorsteinsson í Friðarhúsið og sögðu frá ferðum sínum á Alþjóðlegu samfélagsþingin (World Social Forum) í Malí og Venesúela í janúar sl., en Halla hefur líka skrifað fróðlegar greinar í Morgunblaðið um ferð þeirra Alistairs til Malí. Um Evrópska samfélagsþingið í Flórens 2002 má lesa í grein Páls H. Hannessonar BSRB á lýðræðisvettvangi Evrópu og um þingið í Lundúnum haustið 2004 skrifaði Einar Ólafsson: Við viljum öðruvísi veröld: 20 þúsund manns á þriðja Evrópska sósíalfórum í Lundúnum. Upplýsingar um fyrirhugað þing í Aþenu má finna á vefsíðu ESF og sérstökum vef sem hefur verið settur upp í tilefni af þinginu.

Færslur

SHA_forsida_top

Det Danske Fredsakademi

Det Danske Fredsakademi

Það er full ástæða til að vekja athygli á danska vefnum Det Danske Fredsakademi. …

SHA_forsida_top

Íslenska friðargæslan?

Íslenska friðargæslan?

Sjá myndbandið The Icelandic Crisis Response Unit

SHA_forsida_top

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Í Blaðinu hefur undanfarna daga verið fjallað um mengun af völdum hersins á Suðurnesjum. Margir …

SHA_forsida_top

Hvers vegna?

Hvers vegna?

Í þessari grein, sem birtist í Morgunblaðinu 4. júní 2006, hrekur Vigfús Geirdal staðhæfingar …

SHA_forsida_top

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

eftir Þórarin Hjartarson Vér herstöðvaandstæðingar verðum að ræða grundvöll starfs SHA í breyttu landi …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Dagskrá á vegum SHA í Friðarhúsi í tilefni Menningarnætur. Húsið verður opnað kl. 15 og …

SHA_forsida_top

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Næstkomandi laugardag verður efnt til menningarnætur í Reykjavík. Að því tilefni verður staðið fyrir margvíslegri …

SHA_forsida_top

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

STOP THE WAR COALITION - NEWSLETTER No. 2006/34 15 August 2006 Ef ályktun Öryggisráðs …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fundur VIMA

Fundur VIMA

Fundur VIMA í Friðahúsi

SHA_forsida_top

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Stöndum frekar saman - fordómalaus!

SHA_forsida_top

http://fridur.is/libanon/

http://fridur.is/libanon/

Við höfum tekið saman lista yfir efni tengt átökunum í Líbanon sem hefur birst á …

SHA_forsida_top

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Ræða Ragnars Stefánssonar við kertafleytingu á Akureyri, 9. ágúst, 2006 Þessi grimmdarlega árás endurspeglaði …

SHA_forsida_top

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar fóru fram í gærkvöldi, 9. ágúst, í Reykjavík og á Akureyri í minningu fórnarlamba …

SHA_forsida_top

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt …