BREYTA

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til að afla málstað sínum fylgis væri einfaldlega að fræða fólk um gang heimsmálanna. Stuðningur við stríðsaðgerðir er einmitt sjaldnast réttlættur nema með afar yfirborðskenndum vísunum í aðstæður í þeim löndum þar sem sprengja skal. Þvert á móti forðast stríðsæsingamenn efnislegar umræður eins og heitan eldinn og grípa til frasa á borð við að enginn tími sé til að ræða málin heldur þurfi tafarlausar aðgerðir. Þessi upplifun okkar í friðarhreyfingunni var staðfest með óvæntum hætti á dögunum með rannsókn sem sagt var frá í Washington Post á dögunum. Þar voru þátttakendur í skoðanakönnun beðnir um að staðsetja Úkraínu á korti. Um sextán prósent aðspurðra Bandaríkjamanna gat gert það með fullri nákvæmni, en töluvert fleiri voru þó á nokkuð réttum slóðum eða vissu í það minnsta að Úkraína væri land í Austur-Evrópu. Reiknaður var út staðall þar sem horft var til þess hversu fjarri lagi ágiskanirnar væru. Þeir sem hittu á réttan stað voru taldir mun upplýstari um Úkraínu en þeir sem bentu t.d. á Noreg, sem þó var talið skárra en að haka við Ástralíu. Í ljós kom skýr fylgni á milli stríðsgleði og fáfræði. Þeir sem ekki höfðu hugmynd um hvar í heiminum Úkraínu væri að finna höfðu mestar áhyggjur af þróun mála þar og voru hlynntastir því að Bandaríkjastjórn réðist inn í landið. Þeir sem í raun vissu hvar Úkraínu væri að finna voru síður líklegir til að styðja hernað. Athygli vekur að þrátt fyrir þessa bágu landafræðiþekkingu sagðist drjúgur meirihluti fólks hafa fylgst nokkuð vel með fréttum frá Úkraínu. Þessar niðurstöður eru að sumu leyti yfirþyrmandi en á sama tíma upplífgandi því þau staðfesta grun okkar friðarsinna um að unnt sé að breyta viðhorfum með fræðslu og upplýsingu.

Færslur

SHA_forsida_top

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með …

SHA_forsida_top

Borgarstjóri á réttri leið

Borgarstjóri á réttri leið

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Laugardaginn 11. desember verður hin árlega bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 …

SHA_forsida_top

Aðventufundur Feministafélagsins

Aðventufundur Feministafélagsins

Feministafélagið fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

eftir Þórarinn Hjartarson Birtist í Fréttablaðinu 2. des. 2010 Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í …

SHA_forsida_top

Össur ginnkeyptur

Össur ginnkeyptur

eftir Finn Guðmundarson Olguson Birtist í Fréttablaðinu 1. des. 2010 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði …

SHA_forsida_top

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 30. nóv. 2010 Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu …

SHA_forsida_top

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

Eitt þeirra atriða sem frambjóðendur til stjórnlagaþings gátu tekið afstöðu til í spurningalista DV, sem …

SHA_forsida_top

Friðlýsingu, tafarlaust!

Friðlýsingu, tafarlaust!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, hvetur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna til að …

SHA_forsida_top

Heimur án kjarnorkuvopna

Heimur án kjarnorkuvopna

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, lýsir áhyggjum af þeim fregnum sem borist hafa …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, minnir á þá gömlu kröfu sína að íslensku …

SHA_forsida_top

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, krefst þess að herstöðvasamningi Íslands við Bandaríkin verði …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fyrir starfsárið 2010-2011 var kjörin á landsráðstefnu hinn 24. nóvember 2010. …