BREYTA

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til að afla málstað sínum fylgis væri einfaldlega að fræða fólk um gang heimsmálanna. Stuðningur við stríðsaðgerðir er einmitt sjaldnast réttlættur nema með afar yfirborðskenndum vísunum í aðstæður í þeim löndum þar sem sprengja skal. Þvert á móti forðast stríðsæsingamenn efnislegar umræður eins og heitan eldinn og grípa til frasa á borð við að enginn tími sé til að ræða málin heldur þurfi tafarlausar aðgerðir. Þessi upplifun okkar í friðarhreyfingunni var staðfest með óvæntum hætti á dögunum með rannsókn sem sagt var frá í Washington Post á dögunum. Þar voru þátttakendur í skoðanakönnun beðnir um að staðsetja Úkraínu á korti. Um sextán prósent aðspurðra Bandaríkjamanna gat gert það með fullri nákvæmni, en töluvert fleiri voru þó á nokkuð réttum slóðum eða vissu í það minnsta að Úkraína væri land í Austur-Evrópu. Reiknaður var út staðall þar sem horft var til þess hversu fjarri lagi ágiskanirnar væru. Þeir sem hittu á réttan stað voru taldir mun upplýstari um Úkraínu en þeir sem bentu t.d. á Noreg, sem þó var talið skárra en að haka við Ástralíu. Í ljós kom skýr fylgni á milli stríðsgleði og fáfræði. Þeir sem ekki höfðu hugmynd um hvar í heiminum Úkraínu væri að finna höfðu mestar áhyggjur af þróun mála þar og voru hlynntastir því að Bandaríkjastjórn réðist inn í landið. Þeir sem í raun vissu hvar Úkraínu væri að finna voru síður líklegir til að styðja hernað. Athygli vekur að þrátt fyrir þessa bágu landafræðiþekkingu sagðist drjúgur meirihluti fólks hafa fylgst nokkuð vel með fréttum frá Úkraínu. Þessar niðurstöður eru að sumu leyti yfirþyrmandi en á sama tíma upplífgandi því þau staðfesta grun okkar friðarsinna um að unnt sé að breyta viðhorfum með fræðslu og upplýsingu.

Færslur

SHA_forsida_top

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Á Alþjóðlegu samfélagsþingunum (WSF) eru jafnan ýmsir fundir og fyrirlestrar um friðarmál sem friðarsamtök skipuleggja. …

SHA_forsida_top

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið – eða samfélagsvettvangurinn, World Social Forum (WSF) á enskri tungu – var …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kynningarfundur SHA

Kynningarfundur SHA

Starfsemi Samtaka hernaðarandstæðinga er kynnt fyrir nýjum og ungum félagsmönnum.

SHA_forsida_top

Toggi spilar í Friðarhúsi

Toggi spilar í Friðarhúsi

Tónlistarmaðurinn Toggi treður upp á skemmti- og fræðslufundi SHA fimmtudagskvöldið 1. feb. og flytur nokkur …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

MFÍK hefur forgöngu um samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Undirbúningsfundur í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Danmörk

HM, Ísland:Danmörk

Sýnt er frá leikjum Íslands á HM í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga bjóða til fræðslu- og skemmtifundar í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Grettisgötu, fimmtudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til hamingju Skagabyggð

Til hamingju Skagabyggð

Skagabyggð er sveitarfélag við utanverðan Húnaflóa, með tæplega hundrað íbúa. Á dögunum bættist það í …

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús í Friðarhúsi frá 13 til 15. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19, en húsið er opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Aðgerðir á afmæli Íraksstríðsins undirbúnar.

SHA_forsida_top

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Næstkomandi laugardag, 27. janúar, hafa friðarsinnar í Bandaríkjunum skipulagt mótmælagöngu í Washington gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Sjá nánar hér.