BREYTA

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til að afla málstað sínum fylgis væri einfaldlega að fræða fólk um gang heimsmálanna. Stuðningur við stríðsaðgerðir er einmitt sjaldnast réttlættur nema með afar yfirborðskenndum vísunum í aðstæður í þeim löndum þar sem sprengja skal. Þvert á móti forðast stríðsæsingamenn efnislegar umræður eins og heitan eldinn og grípa til frasa á borð við að enginn tími sé til að ræða málin heldur þurfi tafarlausar aðgerðir. Þessi upplifun okkar í friðarhreyfingunni var staðfest með óvæntum hætti á dögunum með rannsókn sem sagt var frá í Washington Post á dögunum. Þar voru þátttakendur í skoðanakönnun beðnir um að staðsetja Úkraínu á korti. Um sextán prósent aðspurðra Bandaríkjamanna gat gert það með fullri nákvæmni, en töluvert fleiri voru þó á nokkuð réttum slóðum eða vissu í það minnsta að Úkraína væri land í Austur-Evrópu. Reiknaður var út staðall þar sem horft var til þess hversu fjarri lagi ágiskanirnar væru. Þeir sem hittu á réttan stað voru taldir mun upplýstari um Úkraínu en þeir sem bentu t.d. á Noreg, sem þó var talið skárra en að haka við Ástralíu. Í ljós kom skýr fylgni á milli stríðsgleði og fáfræði. Þeir sem ekki höfðu hugmynd um hvar í heiminum Úkraínu væri að finna höfðu mestar áhyggjur af þróun mála þar og voru hlynntastir því að Bandaríkjastjórn réðist inn í landið. Þeir sem í raun vissu hvar Úkraínu væri að finna voru síður líklegir til að styðja hernað. Athygli vekur að þrátt fyrir þessa bágu landafræðiþekkingu sagðist drjúgur meirihluti fólks hafa fylgst nokkuð vel með fréttum frá Úkraínu. Þessar niðurstöður eru að sumu leyti yfirþyrmandi en á sama tíma upplífgandi því þau staðfesta grun okkar friðarsinna um að unnt sé að breyta viðhorfum með fræðslu og upplýsingu.

Færslur

SHA_forsida_top

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

-Mótmælafundur á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:30 Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar á …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

-Mótmælafundur fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli Verið er að skipuleggja mótmæli vegna stríðsglæpa Ísraela á …

SHA_forsida_top

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Þann 11. júlí nk. verður hér í Reykjavík kanadíski hagfræðingurinn Michel Chossudovsky. Hann kemur til …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Leikið um 3ja sæti

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Í dag, 7. júlí, er haldið áfram viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brottför hersins. …

SHA_forsida_top

Var þörf á varnarliði?

Var þörf á varnarliði?

eftir Árna Björnsson Birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 2006 ÞEGAR bandaríski herinn birtist …

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

1. Segjum upp herstöðvasamningnum! Allt frá því að herstöðvasamningurinn var gerður árið 1951 hefur þjóðin …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands 26. júní segir svo: „George H. W. Bush, fyrrverandi …

SHA_forsida_top

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

eftir Sverri Jakobsson (Dagfari 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39) Herstöð við …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra …

SHA_forsida_top

Fræðsluerindi SHA

Fræðsluerindi SHA

Elías Davíðsson heldur erindi á almennum félagsfundi SHA um blóði drifinn forsetaferil George Bush eldri.

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit