BREYTA

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó þann 8. mars næstkomandi eins og undanfarin ár. Fundurinn ber yfirskriftina Femínismi gegn fasisma. Við munum leita svara við þeirri krefjandi spurningu hvort stjórnmálaþátttaka kvenna eða hugmyndafræði femínismans geti veitt svör eða andspyrnu við vaxandi fylgi hægriöfgaflokka innan Evrópu. Fundurinn verður með hátíðarsniði vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á árinu og verður því boðið upp á pallborðsumræður að loknum framsögum og gestir hvattir til þess að taka þátt í líflegum umræðum um málefnið. Fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir.
Fundurinn hefst klukkan 15.00 og lýkur kl. 17.00.

Dagskrá:

15.00-15.30 Framsögur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Sólveig Anna Jónsdóttir  Drífa Snædal 15.30-15.45 Spurningar úr sal 15.45 Hljómsveitin Eva spilar 15.55 Kaffihlé 16.15-17.00 Pallborðsumræður.  Gyða Margrét Pétursdóttir stýrir umræðum. Auk framsögukvenna eru þátttakendur í pallborði Margrét Steinarsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir. 17.00 Hljómsveitin Eva leiðir fjöldasönginn Áfram stelpur! Að fundinum standa BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Femínistafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Kennarasamband Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, Reykjavíkurborg, RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, Samtök hernaðarandstæðinga, SFR, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót, STRV, Þroskaþjálfafélag Íslands og W.O.M.E.N. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir!

Færslur

SHA_forsida_top

Ljóðakryddað sjávarfang

Ljóðakryddað sjávarfang

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á …

SHA_forsida_top

Takið frá helgina!

Takið frá helgina!

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem …

SHA_forsida_top

Milan Rai í fangelsi

Milan Rai í fangelsi

Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi …

SHA_forsida_top

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna á laugardag

Friðarráðstefna á laugardag

Vert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi. Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 …

SHA_forsida_top

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að …

SHA_forsida_top

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er …

SHA_forsida_top

Til hvers að berjast gegn hernum?

Til hvers að berjast gegn hernum?

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðargöngur verða haldnar á Þorláksmessu víðsvegar um land. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. …