BREYTA

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó þann 8. mars næstkomandi eins og undanfarin ár. Fundurinn ber yfirskriftina Femínismi gegn fasisma. Við munum leita svara við þeirri krefjandi spurningu hvort stjórnmálaþátttaka kvenna eða hugmyndafræði femínismans geti veitt svör eða andspyrnu við vaxandi fylgi hægriöfgaflokka innan Evrópu. Fundurinn verður með hátíðarsniði vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á árinu og verður því boðið upp á pallborðsumræður að loknum framsögum og gestir hvattir til þess að taka þátt í líflegum umræðum um málefnið. Fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir.
Fundurinn hefst klukkan 15.00 og lýkur kl. 17.00.

Dagskrá:

15.00-15.30 Framsögur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Sólveig Anna Jónsdóttir  Drífa Snædal 15.30-15.45 Spurningar úr sal 15.45 Hljómsveitin Eva spilar 15.55 Kaffihlé 16.15-17.00 Pallborðsumræður.  Gyða Margrét Pétursdóttir stýrir umræðum. Auk framsögukvenna eru þátttakendur í pallborði Margrét Steinarsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir. 17.00 Hljómsveitin Eva leiðir fjöldasönginn Áfram stelpur! Að fundinum standa BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Femínistafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Kennarasamband Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, Reykjavíkurborg, RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, Samtök hernaðarandstæðinga, SFR, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót, STRV, Þroskaþjálfafélag Íslands og W.O.M.E.N. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir!

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA. Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Því ber að fagna að utanríkisráðherra ítrekar í erindi sínu á ráðstefnu í Norræna húsinu …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Við leyfum okkur að birta hér hluta úr erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt …

SHA_forsida_top

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

Um breytingar á stöðu Íslands og norðurlandanna í varnar- og öryggismálum Fyrirlestrar í samvinnu við …

SHA_forsida_top

Þingmenn deila um varnarmál

Þingmenn deila um varnarmál

Eftirfarandi grein Árna Páls Árnasonar þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis birtist í Morgunblaðinu 23. …

SHA_forsida_top

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan …

SHA_forsida_top

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

eftir Árna Þór Sigurðsson alþingismann Birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst … börnum og …

SHA_forsida_top

Nató-fenið í Afganistan

Nató-fenið í Afganistan

eftir Steingrím J. Sigfússon Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Nató-leiðangurinn í Afganistan, …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning á vegum SHA og Slagsíðunnar.

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagskvöldið 23. ágúst standa Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi í samvinnu við aðstandendur bókabúðarinnar …

SHA_forsida_top

Útrýmum kjarnavopnum

Útrýmum kjarnavopnum

eftir Katrínu Jakobsdóttur Birtist í Fréttablaðinu 9. ágúst 2007 Í kvöld verður þess …

SHA_forsida_top

Hvenær hætta þeir að drepa?

Hvenær hætta þeir að drepa?

Eftirfarandi grein Guðmundar R. Jóhannssonar birtist á vefritinu ogmundur.is 19. ágúst 2007 Rússarnir eru komnir …

SHA_forsida_top

Vantar óvin

Vantar óvin

eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Æfinga- og eftirlitsflug á borð við …