BREYTA

Ferðasaga frá fjarlægu landi

JohannBjornssonNokkuð er um að vinir og velunnarar Friðarhúss fái þar inni með fundi um ýmis efni, gegn lágri leigu og loforði um góða umgengni. Í haust hefur hópur nokkurra áhugamanna um alþjóðamál komið saman og rætt um ýmis málefni. N.k. þriðjudagskvöld mun heimspekingurinn Jóhann Björnsson mæta og segja frá ferð sinni til Norður-Kóreu, en sárafáir vesturlandabúar hafa heimsótt þetta land sem talsvert er í heimsfréttunum þessi misserin. Á heimasíðu Jóhanns segir um fundinn: Norður Kórea hefur heldur betur verið að hrista upp í alþjóðasamfélaginu að undanförnu með kjarnorkutilraunum sínum og sérkennilegri afstöðu í samfélagi þjóðanna. Við fáum sjaldan fréttir af þesu samfélagi og þegar þær berast snúast þær yfirleitt um hungursneið og persónudýrkun. Fáir íslendingar hafa sótt landið heim enda er landið ekki þekkt fyrir að vera nein ferðamannaparadís. Þegar nokkrir einstaklingar komust að því að ég hafi sótt landið heim 1989 og tekið býsna mikið af myndum varð úr að ég myndi sýna myndirnar og segja frá því sem fyrir augu bar, enda hefur samfélagið ekki breyst svo mikið síðan. Næstkomandi þriðjudag 21. nóvember mun verða myndasýning frá för minni og spjall um Norður -Kóreu í Friðarhúsi við Snorrabraut kl. 20.00. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Ljóðakryddað sjávarfang

Ljóðakryddað sjávarfang

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á …

SHA_forsida_top

Takið frá helgina!

Takið frá helgina!

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem …

SHA_forsida_top

Milan Rai í fangelsi

Milan Rai í fangelsi

Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi …

SHA_forsida_top

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna á laugardag

Friðarráðstefna á laugardag

Vert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi. Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 …

SHA_forsida_top

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að …

SHA_forsida_top

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er …

SHA_forsida_top

Til hvers að berjast gegn hernum?

Til hvers að berjast gegn hernum?

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðargöngur verða haldnar á Þorláksmessu víðsvegar um land. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. …