BREYTA

Ferðasaga frá fjarlægu landi

JohannBjornssonNokkuð er um að vinir og velunnarar Friðarhúss fái þar inni með fundi um ýmis efni, gegn lágri leigu og loforði um góða umgengni. Í haust hefur hópur nokkurra áhugamanna um alþjóðamál komið saman og rætt um ýmis málefni. N.k. þriðjudagskvöld mun heimspekingurinn Jóhann Björnsson mæta og segja frá ferð sinni til Norður-Kóreu, en sárafáir vesturlandabúar hafa heimsótt þetta land sem talsvert er í heimsfréttunum þessi misserin. Á heimasíðu Jóhanns segir um fundinn: Norður Kórea hefur heldur betur verið að hrista upp í alþjóðasamfélaginu að undanförnu með kjarnorkutilraunum sínum og sérkennilegri afstöðu í samfélagi þjóðanna. Við fáum sjaldan fréttir af þesu samfélagi og þegar þær berast snúast þær yfirleitt um hungursneið og persónudýrkun. Fáir íslendingar hafa sótt landið heim enda er landið ekki þekkt fyrir að vera nein ferðamannaparadís. Þegar nokkrir einstaklingar komust að því að ég hafi sótt landið heim 1989 og tekið býsna mikið af myndum varð úr að ég myndi sýna myndirnar og segja frá því sem fyrir augu bar, enda hefur samfélagið ekki breyst svo mikið síðan. Næstkomandi þriðjudag 21. nóvember mun verða myndasýning frá för minni og spjall um Norður -Kóreu í Friðarhúsi við Snorrabraut kl. 20.00. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- …

SHA_forsida_top

Hugað að viðhaldinu

Hugað að viðhaldinu

Sumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Ferðasaga í Friðarhúsi

Ferðasaga í Friðarhúsi

Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Rússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til stuðnings flóttamanni

Til stuðnings flóttamanni

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd …

SHA_forsida_top

1. maí í Friðarhúsi

1. maí í Friðarhúsi

Hið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Eftir 30. apríl hækkar hlutur í Friðarhúsi SHA ehf úr 10 þúsund krónum í …

SHA_forsida_top

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20. Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í söguhópi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin 1949 til 2009: Frá …