BREYTA

Ferðasaga frá fjarlægu landi

JohannBjornssonNokkuð er um að vinir og velunnarar Friðarhúss fái þar inni með fundi um ýmis efni, gegn lágri leigu og loforði um góða umgengni. Í haust hefur hópur nokkurra áhugamanna um alþjóðamál komið saman og rætt um ýmis málefni. N.k. þriðjudagskvöld mun heimspekingurinn Jóhann Björnsson mæta og segja frá ferð sinni til Norður-Kóreu, en sárafáir vesturlandabúar hafa heimsótt þetta land sem talsvert er í heimsfréttunum þessi misserin. Á heimasíðu Jóhanns segir um fundinn: Norður Kórea hefur heldur betur verið að hrista upp í alþjóðasamfélaginu að undanförnu með kjarnorkutilraunum sínum og sérkennilegri afstöðu í samfélagi þjóðanna. Við fáum sjaldan fréttir af þesu samfélagi og þegar þær berast snúast þær yfirleitt um hungursneið og persónudýrkun. Fáir íslendingar hafa sótt landið heim enda er landið ekki þekkt fyrir að vera nein ferðamannaparadís. Þegar nokkrir einstaklingar komust að því að ég hafi sótt landið heim 1989 og tekið býsna mikið af myndum varð úr að ég myndi sýna myndirnar og segja frá því sem fyrir augu bar, enda hefur samfélagið ekki breyst svo mikið síðan. Næstkomandi þriðjudag 21. nóvember mun verða myndasýning frá för minni og spjall um Norður -Kóreu í Friðarhúsi við Snorrabraut kl. 20.00. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.