BREYTA

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í kostnað við Varnarmálastofnun, nánar tiltekið 1409,4 milljónir króna. Frumvarp til varnarmálalaga, sem fól í sér að Varnarmálastofnun yrði komið á fót, var lagt fram á Alþingi 15. janúar 2008 og samþykkt 29. apríl. Liðurinn „Varnarmálastofnun“ var því ekki í fjárlögum 2008, en þegar frumvarpið var lagt fram var gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna reksturs Varnarmálastofnunar yrðu 1.356 milljónir króna á árinu 2008. Í athugasemdum við fjárlagafrumvarpið 2009 er þessi tala 1.356,1 milljónir króna og skiptist í tvo liði, „varnarmál“ og „Ratsjárstofnun“. Útgjöld til Varnarmálastofnunar hækka því milli ára um 53,3 milljónir eða 3,9%. Í frumvarpinu er þetta reyndar sagt vera 58,5 milljóna króna lækkun að raungildi frá gildandi fjárlögum þegar frá eru taldar launa- og verðlagshækkanir til næsta árs. Í þessum tölum er ekki talið framlag Íslands til NATO. Undir liðnum „alþjóðastofnanir“ er Atlanthafsbandalagið með 70,8 milljónir króna en var á árinu 2008 65,2 milljónir króna. Hækkunin nemur 5,6 milljónum króna eða 8,9% Enn er ótalinn kostnaður vegna fastanefndar Íslands hjá NATO, en hann er samkvæmt frumvarpinu 123,9 milljónir króna en var á árinu 2008 94 milljónir. Hækkunin er 29,9 milljónir eða 31,8%. Útgjöld ársins 2008 urðu reyndar talsvert meiri því að í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 var gert ráð fyrir 832 milljónum sem bættust við þau útgjöld sem fjárlagafrumvarpið 2008 gerði ráð fyrir. Þetta voru útgjöld vegna heræfinga, öryggissvæðisins við Keflavíkurflugvöll, loftflutninga fyrir NATO, ársþings þingmannanefndar NATO og aukakostnaðar vegna Ratsjárstofnunar. Ef við tökum saman tölurnar úr fjárlögunum fyrir 2008 og 2009 lítur dæmið svona út: Fjárlög 2009: • Varnarmálastofnun: 1.409,4 milljónir króna • NATO: 70,8 milljónir króna • Fastanefnd Íslands hjá NATO: 123,9 milljónir króna • Samtals: 1604,1 milljónir króna Fjárlög 2008: • Varnarmálastofnun: 1.356,1 milljónir króna • NATO: 65,2 milljónir króna • Fastanefnd Íslands hjá NATO: 94 milljónir króna • Samtals: 1515,3 milljónir króna Hækkun milli ára: 88,8 milljónir króna eða 5,9% Aðild Íslands að NATO er algerlega gagnslaus og auðvitað verri en það því að NATO er beinlínis skaðlegt. Framlögin til NATO og fastanefndarinnar, samtals 194,7 milljónir króna, mætti því spara algerlega. Starfsemi Varnarmálstofnunar snýst að verulegu leyti um verkefni Íslands vegna aðildarinnar að NATO, en útgjöld vegna Ratsjárstofnunar eru einnig innan ramma hennar. Það er spurning að hve miklu leyti starfsemi Ratsjárstofnunar er nauðsynleg, en eitthvað mætti þó trúlega draga úr útgjöldum vegna hennar ef þessi tenging við hernaðarlega starfsemi yrði rofin. Útgjöld vegna Ratsjárstofnunar samkvæmt fjárlögum 2008 voru 822,3 milljónir króna en í frumvarpinu fyrir 2009 kemur engin sundurliðun fram. Ef við reiknum með svipuðum útgjöldum 2009, þá er annar kostnaður við Varnarmálstofnun 587,1 milljónir króna, sem er þarflaus. Samtals mætti því allavega spara að minnsta kosti 781,8 milljónir króna og sennilega miklu meira. Fjárlagafrumvarp 2009, 1. umræða. Sundurliðun Fjárlagafrumvarp 2009. Seinni hluti: Lagagreinar og athugasemdir Fjárlagafrumvarp 2008, 1. umræða. Sundurliðun Fjárlög 2009 á vef Alþingis - ferill málsins, skjöl ug umræður Vefur Varnarmálastofnunar: verkefni - eó

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …