BREYTA

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld til varnarmála. Niðurstaðan var þessi: • Varnarmálastofnun: 1.409,4 milljónir króna • NATO: 70,8 milljónir króna • Fastanefnd Íslands hjá NATO: 123,9 milljónir króna • Samtals: 1604,1 milljónir króna Fjárlögin voru afgreidd í þinginu 22. desember og þegar endanleg niðustaða er skoðuð hafa orðið nokkrar breytingar. Útgjöld til Varnarmálastofnunar hafa lækkað nokkuð og eru 1.227 milljónir króna (bls. 58) en bein útgjöld vegna aðildarinnar að NATO hafa hinsvegar hækkað og eru 87,6 milljónir króna (bls. 60). Ekki kemur fram í lögunum sjálfum kostnaður við Fastanefnd Íslands hjá NATO en heildarkostnaður vegna sendiráða (fastanefndin er undir þeim lið) er hins vegar heldur hærri (9,3 milljónir) í lögunum en gert var ráð fyrir í frumvarpinu og má því ætla að ekki hafi verið dregið úr kostnaði við fastanefndina, sem er þá 123,9 milljónir króna. Ef það er rétt, þá er heildarkostnaðurinn 1438,5 millljónir króna. Þessi útgjöld eru að verulegu leyti gagnslaus og reyndar til ills eins. Þó má vera að Ratsjárstofnun, sem var sett undir Varnarmálstofnun við stofnun hennar í fyrra, sé til einhvers gagns. Útgjöld vegna Ratsjárstofnunar samkvæmt fjárlögum 2008 voru 822,3 milljónir króna en í frumvarpinu fyrir 2009 kemur engin sundurliðun fram. Ef við reiknum með svipuðum útgjöldum 2009, þá er annar kostnaður við Varnarmálstofnun 404,7 milljónir króna, sem er þarflaus. Samtals mætti því spara að minnsta kosti 616,2 milljónir króna og sennilega miklu meira. Til samanburðar þessum tölum má geta þess að með þeim tillögum sem heilbrigðisráðherra kynnti nú í vikunni um skiplagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu á að spara 1300 milljónir og sértekjur heilbrigðisstofnana af komugjaldi vegna innlagnar á sjúkrahús eru áætlaðar um 360 milljónir á næsta ári. Friðarvefurinn 18. des. 2008: Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál Fjárlög fyrir árið 2009 (pdf-skjal) Fréttablaðið 8. jan. 2009: Stofnunum verður fækkað og skorið niður um 1300 milljónir Visir.is 23. des. 2008: Ný gjöld og hækkun í heilbrigðisþjónustu

Færslur

SHA_forsida_top

Blog Masonry Fullwidth

Blog Masonry Fullwidth

SHA_forsida_top

Blog Masonry No Sidebar

Blog Masonry No Sidebar

SHA_forsida_top

Blog Standard No Sidebar

Blog Standard No Sidebar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður marsmánaðar

Fjáröflunarmálsverður marsmánaðar

Föstudagskvöldið 28. mars verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Matseld verður í höndum MFÍK og er matseðillinn …

SHA_forsida_top

Úkraína og Krímskagi – félagsfundur SHA

Úkraína og Krímskagi – félagsfundur SHA

Málefni Úkraínu hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið vegna pólitísks óstöðugleika og rússneskrar …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og friðarmálin

Fjölmiðlar og friðarmálin

Blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhansson á DV fengu á dögunum íslensku blaðamannaverðlaunin …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Suður-Súdan?

Hvað er á seyði í Suður-Súdan?

Suður-Súdan hefur komist í heimsfréttirnar upp á síðkastið vegna ófriðarástands í landinu. Guðrún Sif Friðriksdóttir …

SHA_forsida_top

NATO og norræn samvinna

NATO og norræn samvinna

Þegar Bandaríkjamenn réðust á Afghanistan í október 2001 höfðu þeir lítið lögmæti til þess. Eftir …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 28. febrúar n.k. verður annar fjáröflunarkvöldverður ársins haldinn í Friðarhúsi. Kokkur kvöldsins verður Geir …

SHA_forsida_top

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Eins og rækilega hefur komið fram, standa nú hér á landi yfir umfangsmiklar heræfingar með …

SHA_forsida_top

Dæmisagan falska um Rúanda

Dæmisagan falska um Rúanda

Fyrst: um Bosníu og Kosovo Í fyrri grein var minnst á nokkur þau voðaverk á …

SHA_forsida_top

„Verndarskyldan“ – óskabúningur íhlutunarstefnunnar

„Verndarskyldan“ – óskabúningur íhlutunarstefnunnar

Spegillinn á Þrettándanum Þrettándadag jóla, 6. janúar, hafði Spegillinn í Ríkisútvarpinu (Pálmi Jónasson) innslag um …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður Friðarhúss

Janúarmálsverður Friðarhúss

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 31. janúar n.k. Kokkar kvöldsins verður þríeykið …

SHA_forsida_top

Onoda á Norðurhjaranum

Onoda á Norðurhjaranum

Hiroo Onoda lést í Tókíó 91 árs að aldri. Onoda varð heimsfrægur árið 1974 þegar …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og alþjóðalögin: félagsfundur SHA og MFÍK og fjáröflunarkvöldverður

Bandaríkin og alþjóðalögin: félagsfundur SHA og MFÍK og fjáröflunarkvöldverður

SHA og MFÍK efna til sameiginlegs félagsfundar þriðjudaginn 14. janúar í Friðarhúsi kl. 20. Þórhildur …