BREYTA

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld til varnarmála. Niðurstaðan var þessi: • Varnarmálastofnun: 1.409,4 milljónir króna • NATO: 70,8 milljónir króna • Fastanefnd Íslands hjá NATO: 123,9 milljónir króna • Samtals: 1604,1 milljónir króna Fjárlögin voru afgreidd í þinginu 22. desember og þegar endanleg niðustaða er skoðuð hafa orðið nokkrar breytingar. Útgjöld til Varnarmálastofnunar hafa lækkað nokkuð og eru 1.227 milljónir króna (bls. 58) en bein útgjöld vegna aðildarinnar að NATO hafa hinsvegar hækkað og eru 87,6 milljónir króna (bls. 60). Ekki kemur fram í lögunum sjálfum kostnaður við Fastanefnd Íslands hjá NATO en heildarkostnaður vegna sendiráða (fastanefndin er undir þeim lið) er hins vegar heldur hærri (9,3 milljónir) í lögunum en gert var ráð fyrir í frumvarpinu og má því ætla að ekki hafi verið dregið úr kostnaði við fastanefndina, sem er þá 123,9 milljónir króna. Ef það er rétt, þá er heildarkostnaðurinn 1438,5 millljónir króna. Þessi útgjöld eru að verulegu leyti gagnslaus og reyndar til ills eins. Þó má vera að Ratsjárstofnun, sem var sett undir Varnarmálstofnun við stofnun hennar í fyrra, sé til einhvers gagns. Útgjöld vegna Ratsjárstofnunar samkvæmt fjárlögum 2008 voru 822,3 milljónir króna en í frumvarpinu fyrir 2009 kemur engin sundurliðun fram. Ef við reiknum með svipuðum útgjöldum 2009, þá er annar kostnaður við Varnarmálstofnun 404,7 milljónir króna, sem er þarflaus. Samtals mætti því spara að minnsta kosti 616,2 milljónir króna og sennilega miklu meira. Til samanburðar þessum tölum má geta þess að með þeim tillögum sem heilbrigðisráðherra kynnti nú í vikunni um skiplagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu á að spara 1300 milljónir og sértekjur heilbrigðisstofnana af komugjaldi vegna innlagnar á sjúkrahús eru áætlaðar um 360 milljónir á næsta ári. Friðarvefurinn 18. des. 2008: Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál Fjárlög fyrir árið 2009 (pdf-skjal) Fréttablaðið 8. jan. 2009: Stofnunum verður fækkað og skorið niður um 1300 milljónir Visir.is 23. des. 2008: Ný gjöld og hækkun í heilbrigðisþjónustu

Færslur

SHA_forsida_top

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Síðastliðinn laugardag, 22. ágúst, reistu Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi Nató níðstöng við Akureyrarflugvöll. Þórarinn Hjartarson …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi vegna aðflugsæfinga Nató við Akureyrarflugvöll. Í dag, fimmtudaginn 20. ágúst, …

SHA_forsida_top

Illur gestur: ályktun frá SHA

Illur gestur: ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minna á þau gömlu sannindi að sjaldan er ein báran stök. Íslenskt efnahagslíf …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flutti eftirfarandi ávarp á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga að …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á kertafleytingu á Akureyri, 6. ágúst 2009, flutti Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur eftirfarandi ávarp: Kæru vinir, …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Á úlfurinn að vernda lambið? Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til mótmælastöðu við Akureyrarflugvöll …

SHA_forsida_top

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Bandaríska herveldið virðist hafa hörfað undan friðarvilja Norðlendinga. Aðflugsæfingum hefur a.m.k. verið frestað um óákveðinn …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting verður á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30: í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. ágúst 2009. Safnast verður …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi lýsa furðu sinni á því að utanríkisráðherra þjóðarinnar skuli heimila aðflugsæfingar …

SHA_forsida_top

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6.ágúst 2009 Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

frá fimmtudagur, júlí 23 2009 - 10:00 til laugardagur, júlí 25 2009 - 22:00 Hvern …

SHA_forsida_top

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

eftir Harald Ólafsson Því verður ekki trúað að óreyndu að verkalýðshreyfingin og þeir stjórnmálamenn sem …