BREYTA

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld til varnarmála. Niðurstaðan var þessi: • Varnarmálastofnun: 1.409,4 milljónir króna • NATO: 70,8 milljónir króna • Fastanefnd Íslands hjá NATO: 123,9 milljónir króna • Samtals: 1604,1 milljónir króna Fjárlögin voru afgreidd í þinginu 22. desember og þegar endanleg niðustaða er skoðuð hafa orðið nokkrar breytingar. Útgjöld til Varnarmálastofnunar hafa lækkað nokkuð og eru 1.227 milljónir króna (bls. 58) en bein útgjöld vegna aðildarinnar að NATO hafa hinsvegar hækkað og eru 87,6 milljónir króna (bls. 60). Ekki kemur fram í lögunum sjálfum kostnaður við Fastanefnd Íslands hjá NATO en heildarkostnaður vegna sendiráða (fastanefndin er undir þeim lið) er hins vegar heldur hærri (9,3 milljónir) í lögunum en gert var ráð fyrir í frumvarpinu og má því ætla að ekki hafi verið dregið úr kostnaði við fastanefndina, sem er þá 123,9 milljónir króna. Ef það er rétt, þá er heildarkostnaðurinn 1438,5 millljónir króna. Þessi útgjöld eru að verulegu leyti gagnslaus og reyndar til ills eins. Þó má vera að Ratsjárstofnun, sem var sett undir Varnarmálstofnun við stofnun hennar í fyrra, sé til einhvers gagns. Útgjöld vegna Ratsjárstofnunar samkvæmt fjárlögum 2008 voru 822,3 milljónir króna en í frumvarpinu fyrir 2009 kemur engin sundurliðun fram. Ef við reiknum með svipuðum útgjöldum 2009, þá er annar kostnaður við Varnarmálstofnun 404,7 milljónir króna, sem er þarflaus. Samtals mætti því spara að minnsta kosti 616,2 milljónir króna og sennilega miklu meira. Til samanburðar þessum tölum má geta þess að með þeim tillögum sem heilbrigðisráðherra kynnti nú í vikunni um skiplagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu á að spara 1300 milljónir og sértekjur heilbrigðisstofnana af komugjaldi vegna innlagnar á sjúkrahús eru áætlaðar um 360 milljónir á næsta ári. Friðarvefurinn 18. des. 2008: Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál Fjárlög fyrir árið 2009 (pdf-skjal) Fréttablaðið 8. jan. 2009: Stofnunum verður fækkað og skorið niður um 1300 milljónir Visir.is 23. des. 2008: Ný gjöld og hækkun í heilbrigðisþjónustu

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …