BREYTA

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld til varnarmála. Niðurstaðan var þessi: • Varnarmálastofnun: 1.409,4 milljónir króna • NATO: 70,8 milljónir króna • Fastanefnd Íslands hjá NATO: 123,9 milljónir króna • Samtals: 1604,1 milljónir króna Fjárlögin voru afgreidd í þinginu 22. desember og þegar endanleg niðustaða er skoðuð hafa orðið nokkrar breytingar. Útgjöld til Varnarmálastofnunar hafa lækkað nokkuð og eru 1.227 milljónir króna (bls. 58) en bein útgjöld vegna aðildarinnar að NATO hafa hinsvegar hækkað og eru 87,6 milljónir króna (bls. 60). Ekki kemur fram í lögunum sjálfum kostnaður við Fastanefnd Íslands hjá NATO en heildarkostnaður vegna sendiráða (fastanefndin er undir þeim lið) er hins vegar heldur hærri (9,3 milljónir) í lögunum en gert var ráð fyrir í frumvarpinu og má því ætla að ekki hafi verið dregið úr kostnaði við fastanefndina, sem er þá 123,9 milljónir króna. Ef það er rétt, þá er heildarkostnaðurinn 1438,5 millljónir króna. Þessi útgjöld eru að verulegu leyti gagnslaus og reyndar til ills eins. Þó má vera að Ratsjárstofnun, sem var sett undir Varnarmálstofnun við stofnun hennar í fyrra, sé til einhvers gagns. Útgjöld vegna Ratsjárstofnunar samkvæmt fjárlögum 2008 voru 822,3 milljónir króna en í frumvarpinu fyrir 2009 kemur engin sundurliðun fram. Ef við reiknum með svipuðum útgjöldum 2009, þá er annar kostnaður við Varnarmálstofnun 404,7 milljónir króna, sem er þarflaus. Samtals mætti því spara að minnsta kosti 616,2 milljónir króna og sennilega miklu meira. Til samanburðar þessum tölum má geta þess að með þeim tillögum sem heilbrigðisráðherra kynnti nú í vikunni um skiplagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu á að spara 1300 milljónir og sértekjur heilbrigðisstofnana af komugjaldi vegna innlagnar á sjúkrahús eru áætlaðar um 360 milljónir á næsta ári. Friðarvefurinn 18. des. 2008: Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál Fjárlög fyrir árið 2009 (pdf-skjal) Fréttablaðið 8. jan. 2009: Stofnunum verður fækkað og skorið niður um 1300 milljónir Visir.is 23. des. 2008: Ný gjöld og hækkun í heilbrigðisþjónustu

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …