Fjáröflunarmánuður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. mars. Að þessu sinni munu félagar í miðnefd skipta með sér matseldinni og leggja á hlaðborð. Meðal rétta:
Lambapottréttur vinstriróttæklingsins
Friðsælt og guðdómlegt blómkálsgratín
Kjúklingur í kúskús andheimsvaldasinnans
Víetnömsk fiskisúpa gegn stríði
Kjarnorkuvopnalaus brauð ásamt heimagerðum hummus
Afvopnunarsalat
Svavar Knútur mun taka lagið að borðhaldi loknu. Að venju er sest að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.000.