BREYTA

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

esf4 Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til 7. maí. Hundruð funda, málþinga og fyrirlestra verða haldnir þessa daga auk fjölmargra listrænna atburða, sýninga og fleira. Evrópskir friðarsinnar og herstöðvaandstæðinga hafa skipulagt fjölmarga fundi og falla hátt í fjörutíu fundir undir flokkinn Stríð, friður, hervæðing, herstöðvar og hreyfingar gegn stríði. Meðal þessara funda má nefna fund undir yfirskriftinni Herstöðvar Bandaríkjanna og hervæðing Evrópusambandsins í þjónustu hins „alþjóðlega stríðs gegn hryðjuverkum“. Herðum baráttu okkar gegn þeim og annan undir yfirskriftinni Spörkum NATO út úr Evrópu. Þá verður einnig fundur hreyfinga gegn stríði (Anti-war movements), en slíkir fundir hafa verið fastir liðir á samfélagsþingum undanfarinna ára þar sem menn hafa rætt aðgerðir gegn Íraks-stríðinu og áframhaldandi starf þeirrar miklu hreyfingar sem varð til í aðdraganda Íraksstríðsins. Því miður hafa Samtök herstöðvaandstæðinga ekki séð sér fært að senda fulltrúa á Evrópska samfélagsþingið að þessu sinni, en við munum fylgjast með fréttum af því og umræðum félaga okkar þar eftir föngum. Þess má geta að umræðum á fundinum um NATO verður haldið áfram á ráðstefnu sem hefur verið boðuð í Brussel 25. nóvember, fáum dögum áður en ráðherrafundur NATO hefst í Ríga.

Færslur

SHA_forsida_top

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

Dómsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina frumvarp til breytinga á lögreglulögunum. Ráðherrann lýsir því svo á …

SHA_forsida_top

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Frá friðarráðstefnu í Yokohama í Japan 24.-25. nóvember 2005 Okkur hefur borist skýrsla um …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

Viðræðum um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er nú lokið í bili án þess að niðurstaða …

SHA_forsida_top

Gylfi Gíslason myndlistarmaður látinn

Gylfi Gíslason myndlistarmaður látinn

Gylfi Gíslason myndlistarmaður er látinn. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu.

SHA_forsida_top

Opið hús í Friðarhúsi

Opið hús í Friðarhúsi

Heitt á könnunni í Friðarhúsi frá kl. 20. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Gegn Íraksstríðinu 18. mars – og aftur 29. apríl!

Gegn Íraksstríðinu 18. mars – og aftur 29. apríl!

Friðarhreyfingar um allan heim vinna nú á fullu við að undirbúa mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-19. …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

27. janúar sl. voru liðin 10 ár frá því að Frakkar hættu að tilraunum sínum …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

MFÍK skipuleggur undirbúning fundar vegna 8. mars.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Eins og komið hefur fram hér á síðunni er Alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum …

SHA_forsida_top

Tilvitnun dagsins

Tilvitnun dagsins

„Ég hef margsagt það í ræðustól á þessu þingi: Íslensk stjórnvöld fordæma ólöglega meðferð á …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. mars og hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars

Undirbúningur fyrir 8. mars

Undirbúningsfundur fyrir samkomu á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8.mars.

SHA_forsida_top

Stöðvum hernám Íraks!

Stöðvum hernám Íraks!

Ákall um andóf gegn hernámi Íraks Nýlega sendi hópur fólks frá 16 löndum frá …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðirnir í Friðarhúsi, sem að jafnaði eru haldnir fjórða föstudag í mánuði, hafa rækilega slegið …