BREYTA

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

F 4 orrustuþota Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn hefur verið að suða um að fá að hafa áfram, verði sendar burt af landinu í september næstkomandi. Nú væri bara óskandi að ríkisstjórnin hefði döngun í sér til að segja upp herstöðvasamningnum og segja síðan skilið við NATO. Það er nefnilega ljóst að Bandaríkjastjórn hefur ekki hug á að leggja niður herstöðina á Miðnesheiði, hún vill hafa þar aðstöðu áftram, þótt hún verði mannlaus eða með lágmarksmannafla, til þess að geta gripið til hennar ef þörf sýnist á. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa löngum bent á nauðsyn þess að atvinnumál verði efld á Suðurnesjum til að byggðin þar verði undir það búin að starfsemi herstöðvarinnar dragist saman eða leggist niður. Raunar bíður allmikil vinna við að hreinsa upp eftir herinn. Það starf þarf að hefjast sem fyrst og að sjálfsögðu eiga Bandaríkin að bera kostnað af því. Því miður verða orrustuþoturnar ekki sendar til niðurrifs, heldur til vafasamrar þjónustu annars staðar í heiminum. Með samdrætti í herstöðinni hér er verið að losa mannafla og tæki til notkunar á þeim stöðum þar sem Bandaríkin halda nú uppi hernaði eða ógnarástandi. Baráttu herstöðvaandstæðinga og friðarsinna er ekki lokið hvorki heima fyrir né á alþjóðavísu. Með mótmælaaðgerðunum nk. laugardag, 18. mars, mótmælum við meðal annars þeim verkum sem herliðið og tækin af Keflavíkurflugvelli verða nú sett til. ritstjóri

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …